„Sjúkrahússtarfsemin á Húsavík sem slík er lögð af“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. október 2010 19:30 Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra, segist ekki útiloka endurskoðun á niðurskurði framlaga til einstakra stofnana. Flaggað var í hálfa stöng við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík í dag þar sem fyrirhugað er að skera framlög til stofnunarinnar niður um tæp 40 prósent í fjárlögum næsta árs. Heildarniðurskurður til heilbrigðismála samkvæmt fjárlögum ársins 2011 sem kynnt voru í gær nemur 6,2 milljörðum króna á raunvirði sé miðað við áætluð útgjöld til heilbrigðismála á árinu 2010. Harðast bitnar þessi niðurskurður í heilbrigðismálum á framlögum til einstakra stofnana. Hlutfallslega er niðurskurðurinn mestur í tilviki heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, en þar nemur niðurskurðurinn 39,8 prósentum. „Í rauninni þýðir þessi niðurskurður að sjúkrahússtarfsemin á Húsavík sem slík er lögð af, heilsugæslan og öldrunarrými eru það eina sem stendur eftir. Annað hlýtur að þurfa að fara fram einhvers staðar annarsstaðar en í Þingeyjarsýslu," segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Jón Helgi segir að stofnunin hafi fyrst fengið að vita af þessu fyrir tveimur dögum síðan. Hann segist ekki vita til þess að haft hafi verið samband við einn einasta starfsmann stofnunarinnar. „Mér finnst það út í hött. Ég geri ráð fyrir því að menn muni mótmæla þessu mjög harðlega, enda er þetta gríðarlegt áfall að þurfa að segja upp 60-70 manns á svona litlum stað." Niðurskurðurinn er einnig mikill í öðrum bæjarfélögum. Sauðkræklingar fá á sig 30 prósenta niðurskurð og framlög til heilbrigðisstofnunar Austurlands eru skorin niður um 22 prósent. Þá eru framlög til Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum skorin niður um 23,8 prósent. Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra, segir að hugsanlega verði niðurskurður til einstakra stofnana endurskoðaður. „Þarna er ráðist inn á sjúkrasviðin á þessum stofnunum og það er ljóst að það kemur mjög illa við sumar stofnanir. Ég var nú ekki í því að semja þessar tölur í smáatriðum, ég kom of seint til þess, en ég hef áskilið mér rétt til að skoða þetta. Markmiðið er samt hið sama, við verðum að ná þessum niðurskurði með einhverjum hætti því ef við aukum skuldsetningu þjóðarbúsins þá drögum við bara ennþá meira saman í framhaldinu. Þess vegna þurfa allir að leggjast á eitt til að ná árangri, en ég áskil mér rétt til að endurskoða þetta að einhverju leyti," segir Guðbjartur. Af öllum heilbrigðisstofnunum er hlutfallslega langminnst skorið niður í framlögum til heilbrigðisstofnunar Vesturlands, sem er í þínu kjördæmi, er það tilviljun? „Það er allavega þannig að ég bjó ekki þær tölur til og kom hvergi nærri þeirri ákvörðun. Aftur á móti eru ákveðin rök fyrir því sem fyrrverandi ráðherra hafði sem að tengjast fyrst og fremst því að þarna er um að ræða nýja sameiningu þar sem hefur verið skorið mikið niður áður," segir Guðbjartur. Hann segir að einnig hafi verið horft til þess að hafa spítala með skurðstofum nálægt höfuðborgarsvæðinu ef upp kæmu aðstæður þar sem þrengdist um þar. Tengdar fréttir Niðurskurður fyrir austan: „Fólk er mjög áhyggjufullt“ „Fólk er mjög áhyggjufullt, ég bý sjálfur á Neskaupsstað þar sem Fjórðungssjúkrahúsið er, og ég finn það greinilega í dag þegar fólk er að sjá þessar fréttir," segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Í nýjum fjárlögum kemur fram að skera þurfi 25 prósent í rekstri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á starfsemina.," segir Jón Björn. 2. október 2010 16:45 Skorið niður um 33 milljarða - fjárlög kynnt í dag Gert er ráð fyrir þrjátíu og þriggja milljarða króna niðurskurði í fjárlögum næsta árs sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Búist er við að að skattahækkanir skili 10 milljörðum í auknar tekjur. Miðað er við að útgjöld til velferðarmála verði lækkuð um sex prósent. 1. október 2010 12:04 Velferðarstjórnin sker niður velferðarmál um 10,7 milljarða Þriðjungur af heildarniðurskurði á útgjöldum ríkisins verður í heilbrigðis- og velferðarkerfinu, samkvæmt fjárlögum næsta árs. Rekstur ríkisins á þessu ári er mun betri en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Skattar, aðrir en tekjuskattar, verða hækkaðir um ellefu milljarða. 1. október 2010 18:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra, segist ekki útiloka endurskoðun á niðurskurði framlaga til einstakra stofnana. Flaggað var í hálfa stöng við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík í dag þar sem fyrirhugað er að skera framlög til stofnunarinnar niður um tæp 40 prósent í fjárlögum næsta árs. Heildarniðurskurður til heilbrigðismála samkvæmt fjárlögum ársins 2011 sem kynnt voru í gær nemur 6,2 milljörðum króna á raunvirði sé miðað við áætluð útgjöld til heilbrigðismála á árinu 2010. Harðast bitnar þessi niðurskurður í heilbrigðismálum á framlögum til einstakra stofnana. Hlutfallslega er niðurskurðurinn mestur í tilviki heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, en þar nemur niðurskurðurinn 39,8 prósentum. „Í rauninni þýðir þessi niðurskurður að sjúkrahússtarfsemin á Húsavík sem slík er lögð af, heilsugæslan og öldrunarrými eru það eina sem stendur eftir. Annað hlýtur að þurfa að fara fram einhvers staðar annarsstaðar en í Þingeyjarsýslu," segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Jón Helgi segir að stofnunin hafi fyrst fengið að vita af þessu fyrir tveimur dögum síðan. Hann segist ekki vita til þess að haft hafi verið samband við einn einasta starfsmann stofnunarinnar. „Mér finnst það út í hött. Ég geri ráð fyrir því að menn muni mótmæla þessu mjög harðlega, enda er þetta gríðarlegt áfall að þurfa að segja upp 60-70 manns á svona litlum stað." Niðurskurðurinn er einnig mikill í öðrum bæjarfélögum. Sauðkræklingar fá á sig 30 prósenta niðurskurð og framlög til heilbrigðisstofnunar Austurlands eru skorin niður um 22 prósent. Þá eru framlög til Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum skorin niður um 23,8 prósent. Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra, segir að hugsanlega verði niðurskurður til einstakra stofnana endurskoðaður. „Þarna er ráðist inn á sjúkrasviðin á þessum stofnunum og það er ljóst að það kemur mjög illa við sumar stofnanir. Ég var nú ekki í því að semja þessar tölur í smáatriðum, ég kom of seint til þess, en ég hef áskilið mér rétt til að skoða þetta. Markmiðið er samt hið sama, við verðum að ná þessum niðurskurði með einhverjum hætti því ef við aukum skuldsetningu þjóðarbúsins þá drögum við bara ennþá meira saman í framhaldinu. Þess vegna þurfa allir að leggjast á eitt til að ná árangri, en ég áskil mér rétt til að endurskoða þetta að einhverju leyti," segir Guðbjartur. Af öllum heilbrigðisstofnunum er hlutfallslega langminnst skorið niður í framlögum til heilbrigðisstofnunar Vesturlands, sem er í þínu kjördæmi, er það tilviljun? „Það er allavega þannig að ég bjó ekki þær tölur til og kom hvergi nærri þeirri ákvörðun. Aftur á móti eru ákveðin rök fyrir því sem fyrrverandi ráðherra hafði sem að tengjast fyrst og fremst því að þarna er um að ræða nýja sameiningu þar sem hefur verið skorið mikið niður áður," segir Guðbjartur. Hann segir að einnig hafi verið horft til þess að hafa spítala með skurðstofum nálægt höfuðborgarsvæðinu ef upp kæmu aðstæður þar sem þrengdist um þar.
Tengdar fréttir Niðurskurður fyrir austan: „Fólk er mjög áhyggjufullt“ „Fólk er mjög áhyggjufullt, ég bý sjálfur á Neskaupsstað þar sem Fjórðungssjúkrahúsið er, og ég finn það greinilega í dag þegar fólk er að sjá þessar fréttir," segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Í nýjum fjárlögum kemur fram að skera þurfi 25 prósent í rekstri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á starfsemina.," segir Jón Björn. 2. október 2010 16:45 Skorið niður um 33 milljarða - fjárlög kynnt í dag Gert er ráð fyrir þrjátíu og þriggja milljarða króna niðurskurði í fjárlögum næsta árs sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Búist er við að að skattahækkanir skili 10 milljörðum í auknar tekjur. Miðað er við að útgjöld til velferðarmála verði lækkuð um sex prósent. 1. október 2010 12:04 Velferðarstjórnin sker niður velferðarmál um 10,7 milljarða Þriðjungur af heildarniðurskurði á útgjöldum ríkisins verður í heilbrigðis- og velferðarkerfinu, samkvæmt fjárlögum næsta árs. Rekstur ríkisins á þessu ári er mun betri en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Skattar, aðrir en tekjuskattar, verða hækkaðir um ellefu milljarða. 1. október 2010 18:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Niðurskurður fyrir austan: „Fólk er mjög áhyggjufullt“ „Fólk er mjög áhyggjufullt, ég bý sjálfur á Neskaupsstað þar sem Fjórðungssjúkrahúsið er, og ég finn það greinilega í dag þegar fólk er að sjá þessar fréttir," segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Í nýjum fjárlögum kemur fram að skera þurfi 25 prósent í rekstri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. „Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á starfsemina.," segir Jón Björn. 2. október 2010 16:45
Skorið niður um 33 milljarða - fjárlög kynnt í dag Gert er ráð fyrir þrjátíu og þriggja milljarða króna niðurskurði í fjárlögum næsta árs sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Búist er við að að skattahækkanir skili 10 milljörðum í auknar tekjur. Miðað er við að útgjöld til velferðarmála verði lækkuð um sex prósent. 1. október 2010 12:04
Velferðarstjórnin sker niður velferðarmál um 10,7 milljarða Þriðjungur af heildarniðurskurði á útgjöldum ríkisins verður í heilbrigðis- og velferðarkerfinu, samkvæmt fjárlögum næsta árs. Rekstur ríkisins á þessu ári er mun betri en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Skattar, aðrir en tekjuskattar, verða hækkaðir um ellefu milljarða. 1. október 2010 18:45