Vettel lengi að ná taktinum 23. október 2010 12:32 Sebastian Vettel heldur á leirmynd af þrykktri mynd af hægri hönd hans, sem verður geymd af mótshöldurum t il minningar um fyrsta mótið í Suður Kóreu. Allir ökumenn skildu eftir samskonar mynd. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur allra í tímatökum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Suður Kóreu sem verður í nótt í fyrsta skipti. Vettel vann síðustu keppni og er jafn Fernando Alonso í stigamóti ökumanna, en þeir eru 14 stigum á eftir Mark Webber. Vettel náði besta tímanum í allra seinustu tilraun sinni í tímatökunni og Webber fylgdi í kjölfarið og þannig náði þeir besta tímanum af Alonso, sem hafði verið fljótastur. Mismunandi bílar virðast fljótari á einstökum svæðum í brautinni og Vettel svaraði til um þetta á fundi með fréttamönnnum. "Ég tel að munurinn liggi í því að ég gat lítið ekið í gær og í morgun var málið að ná taktinum réttum. Það er erfitt að skilja í hvernig sumum beygjum liggur, sérstaklega beygjur 9 og 10 og svo 11, langa vinstri beygjan sem hallar skemmtilega, en breytist í tólftu beygju sem hallar út. Það er margt sem þarf að læra, hvernig á að fara yfir kantana. Ef farið er of grimmt þyrlast upp rykið, sem hefur áhrif á möguleikann í næstu beygju, þannig að þetta var ekki auðvelt. En bíll okkar er góður í beygjum og við gerðum okkar besta á beinu köflunum og búnaðurinn sem bætir lofflæðið (F-Duct) virkar vel sem hjálpar. En við þurfum að berjast af meiri krafti í beygjunum til að ná góðum tímum." Þú varst fremstur á ráslínu og sigraðir í Japan. Fremstur í dag. Er þetta sprettur í lokin til að landa titlinum? "Ég hefði ekkert á móti því. Maður verður að taka hvert mót fyrir sig. Þetta gekk vel í Japan en núna erum við í Kóreu. Allt snýst um mótið á morgun, en ég er ánægður með stöðuna miðað við hvernig gekk á æfingum á nýtti braut. Ég náði ekki taktinum, en að lokum gekk vel. Bíllinn er fljótur, en það þarf að klára dagsverkið. Það var mikilvægast að missa ekki einbeitingu, vera rólegur og við vorum það allir. Við mættum því með sjálfstraust í tímatökuna. Vinnu dagsins er lokið, en við sjáum hvað gerist á morgun", sagði Vettel. Bein útsending frá Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 05.30 í nótt, en endursýning verður kl. 17.05. Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur allra í tímatökum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Suður Kóreu sem verður í nótt í fyrsta skipti. Vettel vann síðustu keppni og er jafn Fernando Alonso í stigamóti ökumanna, en þeir eru 14 stigum á eftir Mark Webber. Vettel náði besta tímanum í allra seinustu tilraun sinni í tímatökunni og Webber fylgdi í kjölfarið og þannig náði þeir besta tímanum af Alonso, sem hafði verið fljótastur. Mismunandi bílar virðast fljótari á einstökum svæðum í brautinni og Vettel svaraði til um þetta á fundi með fréttamönnnum. "Ég tel að munurinn liggi í því að ég gat lítið ekið í gær og í morgun var málið að ná taktinum réttum. Það er erfitt að skilja í hvernig sumum beygjum liggur, sérstaklega beygjur 9 og 10 og svo 11, langa vinstri beygjan sem hallar skemmtilega, en breytist í tólftu beygju sem hallar út. Það er margt sem þarf að læra, hvernig á að fara yfir kantana. Ef farið er of grimmt þyrlast upp rykið, sem hefur áhrif á möguleikann í næstu beygju, þannig að þetta var ekki auðvelt. En bíll okkar er góður í beygjum og við gerðum okkar besta á beinu köflunum og búnaðurinn sem bætir lofflæðið (F-Duct) virkar vel sem hjálpar. En við þurfum að berjast af meiri krafti í beygjunum til að ná góðum tímum." Þú varst fremstur á ráslínu og sigraðir í Japan. Fremstur í dag. Er þetta sprettur í lokin til að landa titlinum? "Ég hefði ekkert á móti því. Maður verður að taka hvert mót fyrir sig. Þetta gekk vel í Japan en núna erum við í Kóreu. Allt snýst um mótið á morgun, en ég er ánægður með stöðuna miðað við hvernig gekk á æfingum á nýtti braut. Ég náði ekki taktinum, en að lokum gekk vel. Bíllinn er fljótur, en það þarf að klára dagsverkið. Það var mikilvægast að missa ekki einbeitingu, vera rólegur og við vorum það allir. Við mættum því með sjálfstraust í tímatökuna. Vinnu dagsins er lokið, en við sjáum hvað gerist á morgun", sagði Vettel. Bein útsending frá Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 05.30 í nótt, en endursýning verður kl. 17.05.
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira