Bakarar berjast til góðs 23. október 2010 13:00 láta gott af sér leiða Hilmir Hjálmarsson, til vinstri, og Stefán Gaukur Rafnsson mætast í Góðgerðabardaganum mikla á laugardaginn næsta. Þeir berjast til styrktar einhverfum og hjartveikum börnum.Myndir/Arnold Björnsson Hilmir Hjálmarsson, bakari hjá Sveinsbakaríi, mun slást við Stefán Gauk Rafnsson, vin sinn og samstarfsmann, í bardaga til styrktar einhverfum og hjartveikum börnum. Bardaginn fer fram í Valsheimilinu á laugardaginn næsta. „Við félagarnir í vinnunni erum stanslaust í samkeppni og okkur langaði að fara að æfa einhverja íþrótt saman. Á sama tíma langaði mig að reyna að gera eitthvað til að styrkja einhverf börn en gera það á óhefðbundinn hátt," útskýrir Hilmir, sem á ungan frænda sem er einhverfur og því er málefnið honum hugleikið. Hilmir og Stefán ákváðu í kjölfarið að hefja æfingar hjá Hnefaleikastöðinni og hafa þeir nú æft stíft í um sjö mánuði. Spurður hvort það sé nægur tími til að koma sér í form fyrir slíkan bardaga svarar Hilmir því játandi. „Sjö mánuðir eru nóg ef maður er að berjast við annan mann sem hefur æft jafn lengi, en ég tók einn æfingabardaga við Íslandsmeistarann og hann rúllaði mér upp." Hilmir og Stefán ætla sér báðir að vinna bardagann og verður því hart barist að Hlíðarenda á laugardaginn. „Ég er mjög sigurviss enda eldri, stærri, sterkari og sneggri. Ég ætla ekki að láta einhvern smástrák sem er sjö árum yngri lemja mig," segir Hilmir og hlær. Hilmir óttast ekki að bardaginn muni hafa áhrif á vináttuna, þeir séu aðeins andstæðingar innan hringsins. Þegar hann er að lokum inntur eftir því hvort hann kvíði bardaganum svarar Hilmir því neitandi. „Ég hef ekki haft tíma til að vera kvíðinn eða hugsa mikið um hringinn, það er búið að vera svo mikið að gera. Við erum báðir í góðu formi og þetta verður bara þrusubardagi og ég ætla mér að taka þetta," segir hann að lokum. Miði á Góðgerðabardagann mikla kostar 1.000 krónur og er hægt að nálgast miðana í gegnum midi.is. sara@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira
Hilmir Hjálmarsson, bakari hjá Sveinsbakaríi, mun slást við Stefán Gauk Rafnsson, vin sinn og samstarfsmann, í bardaga til styrktar einhverfum og hjartveikum börnum. Bardaginn fer fram í Valsheimilinu á laugardaginn næsta. „Við félagarnir í vinnunni erum stanslaust í samkeppni og okkur langaði að fara að æfa einhverja íþrótt saman. Á sama tíma langaði mig að reyna að gera eitthvað til að styrkja einhverf börn en gera það á óhefðbundinn hátt," útskýrir Hilmir, sem á ungan frænda sem er einhverfur og því er málefnið honum hugleikið. Hilmir og Stefán ákváðu í kjölfarið að hefja æfingar hjá Hnefaleikastöðinni og hafa þeir nú æft stíft í um sjö mánuði. Spurður hvort það sé nægur tími til að koma sér í form fyrir slíkan bardaga svarar Hilmir því játandi. „Sjö mánuðir eru nóg ef maður er að berjast við annan mann sem hefur æft jafn lengi, en ég tók einn æfingabardaga við Íslandsmeistarann og hann rúllaði mér upp." Hilmir og Stefán ætla sér báðir að vinna bardagann og verður því hart barist að Hlíðarenda á laugardaginn. „Ég er mjög sigurviss enda eldri, stærri, sterkari og sneggri. Ég ætla ekki að láta einhvern smástrák sem er sjö árum yngri lemja mig," segir Hilmir og hlær. Hilmir óttast ekki að bardaginn muni hafa áhrif á vináttuna, þeir séu aðeins andstæðingar innan hringsins. Þegar hann er að lokum inntur eftir því hvort hann kvíði bardaganum svarar Hilmir því neitandi. „Ég hef ekki haft tíma til að vera kvíðinn eða hugsa mikið um hringinn, það er búið að vera svo mikið að gera. Við erum báðir í góðu formi og þetta verður bara þrusubardagi og ég ætla mér að taka þetta," segir hann að lokum. Miði á Góðgerðabardagann mikla kostar 1.000 krónur og er hægt að nálgast miðana í gegnum midi.is. sara@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira