Fundar með forsvarsmönnum Magma eftir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2010 13:52 Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra. Iðnaðarráðherra mun ræða við forsvarsmenn Magma Energy eftir helgi um tilboð fyrirtækisins um að ríkið fái forkaupsrétt á hlutabréfum Magma í HS Orku. Ráðherra segir þetta mun vænlegri leið en þjóðnýtingu eignanna sem gæti skapað ríkinu skaðabótaskyldu. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, hafi skrifað Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra bréf og gert íslenskum stjórnvöldum tilboð um að þau öðluðust forkaupsrétt á hlut fyrirtækisins í HS Orku. Að auki bjóði fyrirtækið að nýtingarréttur þess á orkulindum á Reykjanesi verði styttur úr þeim 65 árum sem hann er nú. Iðnaðarráðherra segir þetta tilboð að minnsta kosti vera grundvöll til að eiga jákvæða viðræður um málið. „Vegna þess að ég hef ávallt talið að það væri betra að fara samningaleiðina til að leysa þetta mál til þess að ná sáttum um eignarhaldið á þessu fyrirtæki heldur en fara eignaupptökulei eða þjóðnýtingarleið í þeim efnum," segir iðnaðarráðherra. Fyrirtækið sé að hennar mati með tilboðinu að sýna vilja til að sættast við samfélagið í málinu. Hún segir að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafi fengið afrit af tilboði Magma og hún viti til þess að hann hafi rætt málið við forsætisráðherra. En töluverð andstaða er innan Vinstri grænna við eignarhald Magma á HS Orku. Katrín segist ætla að ræða við forsvarsmenn Magma eftir helgina. Magma á 86 prósenta hlut í HS Orku í dag og segist Katrín túlka tilboð fyrirtækisins þannig að forkaupsrétturinn nái til alls hlutarins þegar og ef Magma ákveði að selja. Önnur leið er að gera eignarhlut Magma upptækan, eða þjóðnýta hann sem ráðherra hugnast ekki. „Hún yrði löng og erfið og líklega fela í sér mjög mikla bótaskyldu til handa ríkinu beint. Þannig að ég hef frekar viljað nálgast þetta með þeim hætti að ríkið hefði forkaupsrétt þegar betur stendur á. Og þá gætu sveitarfélögin og aðrir opinberir aðilar hugsanlega komið inn í fyrirtækið," segir Katrín. Þá vill ráðherra reyna að fá lífeyrissjóðina aftur að borðinu núna strax, enda bjóði Magma líka að þeir og aðrir íslenskir fjárfestar komi að fyrirtækinu. Þá býður Magma að nýtingarréttur á orkuauðlindunum verði styttur. „Og það er eitthvað sem ég hef viljað sjá gerast í þessu máli og litið á sem grundvallaratriði. Enda gerði ég athugasemdir strax í september í fyrra við þá samninga sem gerðir voru um það efni," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira
Iðnaðarráðherra mun ræða við forsvarsmenn Magma Energy eftir helgi um tilboð fyrirtækisins um að ríkið fái forkaupsrétt á hlutabréfum Magma í HS Orku. Ráðherra segir þetta mun vænlegri leið en þjóðnýtingu eignanna sem gæti skapað ríkinu skaðabótaskyldu. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, hafi skrifað Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra bréf og gert íslenskum stjórnvöldum tilboð um að þau öðluðust forkaupsrétt á hlut fyrirtækisins í HS Orku. Að auki bjóði fyrirtækið að nýtingarréttur þess á orkulindum á Reykjanesi verði styttur úr þeim 65 árum sem hann er nú. Iðnaðarráðherra segir þetta tilboð að minnsta kosti vera grundvöll til að eiga jákvæða viðræður um málið. „Vegna þess að ég hef ávallt talið að það væri betra að fara samningaleiðina til að leysa þetta mál til þess að ná sáttum um eignarhaldið á þessu fyrirtæki heldur en fara eignaupptökulei eða þjóðnýtingarleið í þeim efnum," segir iðnaðarráðherra. Fyrirtækið sé að hennar mati með tilboðinu að sýna vilja til að sættast við samfélagið í málinu. Hún segir að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafi fengið afrit af tilboði Magma og hún viti til þess að hann hafi rætt málið við forsætisráðherra. En töluverð andstaða er innan Vinstri grænna við eignarhald Magma á HS Orku. Katrín segist ætla að ræða við forsvarsmenn Magma eftir helgina. Magma á 86 prósenta hlut í HS Orku í dag og segist Katrín túlka tilboð fyrirtækisins þannig að forkaupsrétturinn nái til alls hlutarins þegar og ef Magma ákveði að selja. Önnur leið er að gera eignarhlut Magma upptækan, eða þjóðnýta hann sem ráðherra hugnast ekki. „Hún yrði löng og erfið og líklega fela í sér mjög mikla bótaskyldu til handa ríkinu beint. Þannig að ég hef frekar viljað nálgast þetta með þeim hætti að ríkið hefði forkaupsrétt þegar betur stendur á. Og þá gætu sveitarfélögin og aðrir opinberir aðilar hugsanlega komið inn í fyrirtækið," segir Katrín. Þá vill ráðherra reyna að fá lífeyrissjóðina aftur að borðinu núna strax, enda bjóði Magma líka að þeir og aðrir íslenskir fjárfestar komi að fyrirtækinu. Þá býður Magma að nýtingarréttur á orkuauðlindunum verði styttur. „Og það er eitthvað sem ég hef viljað sjá gerast í þessu máli og litið á sem grundvallaratriði. Enda gerði ég athugasemdir strax í september í fyrra við þá samninga sem gerðir voru um það efni," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira