Borðtenniskappinn Guðmundur Stephensen lék í gær sinn fyrsta leik með sænska liðinu BTK Warte frá Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni.
Warte lék þá gegn Sparvagens BTK og vann leikinn 3-2. Guðmundur sigraði sinn andstæðing í einliðaleik.
Guðmund lék einnig í tvíliðaleiknum sem réði úrslitum í leiknum og þann leik unnu Guðmundur og félagi hans.
Guðmundur lék síðast í sænsku úrvalsdeildinni árið 2008 en þá var hann í herbúðum Eslövs og varð sænskur meistari.