Viðskipti innlent

Peningastefnunefnd sammála um stýrivaxtalækkun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri og formaður Peningastefnunefndar ásamt aðstoðarseðlabankastjóra og aðalhagfræðingi. Mynd/ Vilhelm.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri og formaður Peningastefnunefndar ásamt aðstoðarseðlabankastjóra og aðalhagfræðingi. Mynd/ Vilhelm.
Peningastefnunefnd Seðlabankans var samhljóða í ákvörðun um eins prósentustigs lækkun vaxta á vaxtaákvörðunarfundi sínum þann 16. - 17. ágúst síðastliðinn. Þetta kemur fram í fundargerð Peningastefnunefndar sem birt var á vef Seðlabankans í gær.

Nefndarmenn voru einnig sammála um að forsendur væru til þess að draga áfram smám saman úr peningalegu aðhaldi, að því gefnu að gengi krónu veiktist ekki að nýju og verðbólga héldi áfram að hjaðna í takti við spár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×