Fótbolti

Nýja-Sjáland jafnaði í uppbótartíma - Myndband

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Slóvakar fagna marki sínu.
Slóvakar fagna marki sínu. AFP
Winston Reid, leikmaður Midtjylland í Danmörku, var hetja Ný-Sjálendinga sem gerðu 1-1 jafntefli við Slóvaka í fyrsta leik dagsins á HM. Markið kom í uppbótartíma.

Reid þessi hefur spilað með unglingalandsliðum Dana og gaf aðeins kost á sér í landsliðið fyrir skemmstu í beinni útsendingu í útvarpsviðtali.

Hann skoraði flott skallamark á 93. mínútu og fékk gult spjald fyrir að fara úr að ofan í fagnaðarlátunum.

Robert Vittek kom Slóvökum yfir eftir markalausan fyrri hálfleik en niðurstaðan var 1-1 jafntefli þar sem fátt var um fína drætti.

Myndband af markinu má sjá á Vísi hér, líkt og öllum öðrum mörkum í keppninni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×