Innlent

Vill ræða innheimtuaðferðir Reykjavíkurborgar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dagur B. Eggertsson vill afla sér frekari upplýsinga um vanskil og innheimtuaðferðir. Mynd/ Valli.
Dagur B. Eggertsson vill afla sér frekari upplýsinga um vanskil og innheimtuaðferðir. Mynd/ Valli.
Það skiptir mjög miklu máli að Borgin ekki síður en aðrir aðilar sem standa að innheimtu hafi bæði réttlátar og sanngjarnar reglur og verklag varðandi það, segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn.

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar óskuðu eftir umræðu á borgarráðsfundi í dag um stöðu vanskila og innheimtuaðferðir Reykjavíkurborgar. Dagur segir að tilefnið séu tvær fréttir síðastliðinn sólarhring. Annarsvegar var um að ræða fréttir af dómsmáli til innheimtu tveggja mánaða vangoldinna leikskólagjalda. Í hinu tilfellinu var um að ræða fréttir af vanskilum á fasteignagjöldum.

Dagur segist hafa áhyggjur af stöðu þessara mála. Hann segir nauðsynlegt að Reykjavíkurborg líkt og aðrir aðilar taki þátt í að finna út úr því á skipulagðan hátt með fólki hvernig hægt sé að haga málum þannig að fólk geti staðið í skilum. Nauðsynlegt sé borgin axli samfélagslega ábyrgð í þessum efnum

Þá greindi Fréttablaðið frá því í dag að 1660 foreldrar væru í vanskilum vegna skólamáltíða barna þeirra. Dagur segir að afla þurfi frekari upplýsinga um það mál einnig. „Ég hef fengið ábendingar um það frá foreldrum að það sé komið innheimtubréf eftir ótrúlega stuttan tíma," segir Dagur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×