Sjá ekki fyrir endann á eldsumbrotum á Reykjanesskaga Kjartan Kjartansson og Telma Tómasson skrifa 23. ágúst 2024 21:54 Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Vísir/Arnar Ekki sér enn fyrir endann á þeirri eldvirkni sem hófst á Reykjanesskaga fyrir þremur árum, að sögn jarðeðlisfræðings. Hann útilokar þó að búast megi lengi áfram við stöðugum eldgosum á nokkurra mánaða fresti. Eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi er það fimmta á þessu ári og það sjötta á rúmum átta mánuðum. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að gosið nú hegðaði sér eins og fyrri gos. Það hefði byrjað af miklum krafti og hraunið sé núna að minnsta kosti jafnstórt og í síðasta gosi sem lauk í maí. Verulega hefur fjarað undan gosinu. Magnús Tumi sagði að rennslið hafi verið um tvö þúsund rúmmetrar á sekúndu í fyrstu en nú sé það á bilinu fimmtíu til hundrað rúmmetrar. Til samanburðar nefndi hann að rennsli í Þjórsá væri um fjögur hundruð rúmmetrar á sekúndu. „Við vitum ekki hvort það muni slokkna á þessu hratt eða hvort að þetta fer í sísrennsli eins og hin gosin tvö sem á undan hafa komið,“ sagði hann. Gæti komið áratugalangt hlé Landris hófst aftur áður en gosi lauk í síðustu tveimur eldgosum á Reykjanesi. Magnús Tumi sagði að engin þreytumerki sæjust ennþá á virkninni þótt nú nálgist tíu mánuðir frá því að hrina tíðra eldgosa hófst. Ekki sjái enn fyrir endann á þessum atburðum. Ef tekið væri mið af síðasta þekkta gostímabili á Reykjanesskaga fyrir um átta hundruð árum og hversu mikið magn hrauns kom upp þá mætti ætla að töluvert af kviku eigi enn eftir að koma upp. „En hvort að það gerist á næstu mánuðum eða hvort það koma hlé og svo gerist það á næstu árum er ómögulegt að segja,“ sagði jarðvísindamaðurinn. Að því loknu mætti reikna með hléi sem stæði yfir í áratugi þess vegna. „Þetta verður ekki þannig að hér verði stöðug gos á nokkurra mánaða fresti í áratugi. Þannig er skaginn ekki,“ sagði Magnús Tumi. Til að setja virknina í samhengi sagði Magnús Tumi að magn kviku sem hefði komið upp á Reykjanesskaga á þrjú hundruð árum væri jafnt því sem kom upp í Holuhraunsgosinu á sex mánuðum fyrir að verða tíu árum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Tengdar fréttir Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21 Ákjósanleg staðsetning á gosinu Í hádegisfréttum fjöllum við um eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi en sérfræðingar eru á því að staðsetning sprungunnar sé ákjósanleg, í bili í það minnsta. 23. ágúst 2024 11:34 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi er það fimmta á þessu ári og það sjötta á rúmum átta mánuðum. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að gosið nú hegðaði sér eins og fyrri gos. Það hefði byrjað af miklum krafti og hraunið sé núna að minnsta kosti jafnstórt og í síðasta gosi sem lauk í maí. Verulega hefur fjarað undan gosinu. Magnús Tumi sagði að rennslið hafi verið um tvö þúsund rúmmetrar á sekúndu í fyrstu en nú sé það á bilinu fimmtíu til hundrað rúmmetrar. Til samanburðar nefndi hann að rennsli í Þjórsá væri um fjögur hundruð rúmmetrar á sekúndu. „Við vitum ekki hvort það muni slokkna á þessu hratt eða hvort að þetta fer í sísrennsli eins og hin gosin tvö sem á undan hafa komið,“ sagði hann. Gæti komið áratugalangt hlé Landris hófst aftur áður en gosi lauk í síðustu tveimur eldgosum á Reykjanesi. Magnús Tumi sagði að engin þreytumerki sæjust ennþá á virkninni þótt nú nálgist tíu mánuðir frá því að hrina tíðra eldgosa hófst. Ekki sjái enn fyrir endann á þessum atburðum. Ef tekið væri mið af síðasta þekkta gostímabili á Reykjanesskaga fyrir um átta hundruð árum og hversu mikið magn hrauns kom upp þá mætti ætla að töluvert af kviku eigi enn eftir að koma upp. „En hvort að það gerist á næstu mánuðum eða hvort það koma hlé og svo gerist það á næstu árum er ómögulegt að segja,“ sagði jarðvísindamaðurinn. Að því loknu mætti reikna með hléi sem stæði yfir í áratugi þess vegna. „Þetta verður ekki þannig að hér verði stöðug gos á nokkurra mánaða fresti í áratugi. Þannig er skaginn ekki,“ sagði Magnús Tumi. Til að setja virknina í samhengi sagði Magnús Tumi að magn kviku sem hefði komið upp á Reykjanesskaga á þrjú hundruð árum væri jafnt því sem kom upp í Holuhraunsgosinu á sex mánuðum fyrir að verða tíu árum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Tengdar fréttir Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21 Ákjósanleg staðsetning á gosinu Í hádegisfréttum fjöllum við um eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi en sérfræðingar eru á því að staðsetning sprungunnar sé ákjósanleg, í bili í það minnsta. 23. ágúst 2024 11:34 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21
Ákjósanleg staðsetning á gosinu Í hádegisfréttum fjöllum við um eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi en sérfræðingar eru á því að staðsetning sprungunnar sé ákjósanleg, í bili í það minnsta. 23. ágúst 2024 11:34