Innlent

Dregið úr virkni eld­gossins, harm­leikur í Nes­kaup­stað og nóróveiran

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Dregið hefur úr virkni eldgossins sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi og viðbúnaður almannavarna færður af neyðarstigi á hættustig. Við verðum í beinni frá gosstöðvunum og ræðum við jarðeðlisfræðing í myndveri.

Sá sem grunaður er um aðild að andláti hjóna í Neskaupstað var í dag vistaður í vikulangt gæsluvarðhald og sætir einangrun. Samfélagið stendur þétt saman.

Allt bendir til að upp hafi komið nóróveirusmit í Emstruskála og Básum í Þórsmörk þar sem hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir veiktust í nótt.

Þá heyrum við í formanni Eflingar sem er harðorð í garð Seðlabankans og sjáum frá aðstæðum á Siglufirði þar sem vatn flæddi inn í hús eftir að dæla í fráveitukerfinu bilaði í mikilli rigningu.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 23. ágúst 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×