Erlent

Kate er engin óbreytt almúgakona

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vilhjálmur prins og Kate Middleton tilkynntu í liðinni viku að þau hyggðust ganga í hjónaband. Sérfræðingum í bresku kóngalífi þykir merkilegt að Vilhjálmur prins hafi ákveðið að kvænast „óbreyttri almúgakonu‟ eins og þeir orða það.

Það liggur hins vegar fyrir að Kate Middleton er varla almúgakona nema í þeim konunglega breska skilningi að hún er ekki af aðalsættum. Í ítarlegri umfjöllun Fréttablaðsins um þau Vilhjálm og Kate kemur fram að móðir hennar var lengi flugfreyja og faðir hennar starfaði hjá breska flugfélaginu British Airways. Fyrir rúmum tveimur áratugum, þegar dóttir þeirra var á barnsaldri, stofnuðu þau siðan eigið fyrirtæki og urðu moldrík á því að selja veisluskreytingar, blöðrur, kerti, kökur og annað sem þarf í veisluhöld af ýmsu tagi.

Í umfjöllun Fréttablaðsins kemur fram að þau Kate og Vihjálmur prins kynntust þegar þau voru bæði að læra listasögu í Háskólanum í St. Andrews á austurströnd Skotlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×