Lee Westwood sýndi mikið öryggi í leik sínum þegar hann sigraði á Nedbank meistaramótinu í golfi sem fram fór í Suður-Afríku. Westwood, sem er efstur á heimslistanum, lék lokahringinn á 68 höggum eða 4 höggum undir pari.
Englendingurinn sigraði með yfirburðum og var átta höggum betri en heimamaðurinn Tim Clark. Westwood lék samtals á 17 höggum undir pari en Clark var á 9 höggum undir pari.
Retief Goosen frá Suður-Afríku og Spánverjinn Miguel Angel Jimenez deildu öðru sætinu á 8 höggum undir pari.
Fyrir sigurinn fékk Westwood um 144 milljónir kr. í verðlaunafé en þetta er í fyrsta sinn sem hann sigrar þetta mót en þetta var í sjöunda sinn sem hann tekur þátt.
Oosthuizen var neðstur en fékk 30 milljónir kr. í verðlaunafé
Mótið fór fram á Gary Player golfsvæðinu sem þykir sérlega glæsilegt.
Aðeins 12 kylfingar fengu boð um að taka þátt en verðlaunaféð er í sérflokki. Heimamaðurinn, Louis Oosthuizen, sem endaði í neðsta sæti fékk um 30 milljónir kr. í sinn hlut - sem verður að teljast dágóð upphæð. Oosthuizen sigrað með eftirminnilegum hætti á opna breska meistaramótinu á þessu ári sem fram fór á St. Andrews.
Lokastaðan:
271 Lee Westwood
(68-64-71- 68)
279 Tim Clark
(73- 67- 68- 71)
280 Retief Goosen
(72- 70- 70- 68)
280 Miguel Angel Jimenez
(69- 69- 71- 71)
283 Ross Fisher
(67- 68- 73- 75)
283 Ernie Els
(71- 68- 71- 73)
285 Robert Allenby
(70- 70- 73- 729
285 Padraig Harrington
(66- 72- 72- 75)
286 Anders Hansen
(72- 70- 68- 76)
286 Justin Rose
(70- 72- 72- 72)
287 Edoardo Molinari
(71- 67- 73- 76)
290 Louis Oosthuizen
(71- 73- 72- 74)