Erlent

Minna fer í bjór og sígarettur

Íbúar Kaupmannahafnar eyða meiri peningum í vín heldur en fólk annars staðar í Danmörku.
Íbúar Kaupmannahafnar eyða meiri peningum í vín heldur en fólk annars staðar í Danmörku.
Bjórdrykkja og reykingar hafa dregist saman í Danmörku á undanförnum árum, ef marka má nýlega könnun.

Á venjulegu heimili var 3.117 dönskum krónum varið í sígarettur árið 2005. Upphæðin hafði lækkað niður í 2.561 krónu árið 2008, en sígarettur hækkuðu einnig í verði um rúmlega fjögur prósent á þessu tímabili.

Eyðsla í bjór lækkaði úr 1.287 krónum í 1.081 krónu á sama tímabili. Hins vegar jókst víndrykkja á tímabilinu úr 2.305 krónum í 2.548 krónur. Samkvæmt könnuninni eyddu Sjálendingar mestu í bjór og sígarettur, en Kaupmannahafnarbúar mestu í vín. - þeb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×