Sjálfstæðisflokkurinn eins og Patrick Swayze í Ghost Valur Grettisson skrifar 8. nóvember 2010 20:15 Patric og Whoopi í ódauðlegum hlutverkum sínum um lífið og dauðann. „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá ég farinn að upplifa hann sem tvo flokka," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem farið var yfir störf borgarstjórans frá því hann tók við í sumar. Sjálfur sagðist Jón stoltastur af því að hafa náð að tækla vandamál Orkuveitunnar Reykjavíkur. Jón hefur legið undir harðri gagnrýni og þá fyrir að vera beinlínis óhæfur í starf sitt. Hann hnýtti sérstaklega í Sjálfstæðisflokkinn í viðtalinu og vildi meina að flokkurinn væri klofinn í gamlan og nýjan flokk. „Samstarfið hefur gengið mjög vel við þann nýja en ekki þann gamla," sagði Jón og bætti við: „Gamli flokkurinn finnst mér eins og Patrick Swayze í Ghost áður en hann fattaði að hann væri dáinn." Jón vitnaði þarna í kvikmyndina Ghost sem fjallar um mann sem deyr frá konunni sem hann elskar. Í fyrstu gerði sögupersónan sér ekki grein fyrir því að hann væri látinn. Að lokum rambar persónan á miðil sem hann fær til þess að aðstoða sig. „Besti flokkurinn er þá dálítið eins og Whoopi Goldberg," sagði Jón en sú leikkona lék miðilinn sem starfar sem svikahrappur þar til hún heyrir óvænt í hinum látna Swayze og miðlar skilaboðum til ástkonu hans. Spurður út í umdeilt viðtal á RÚV, þar sem hann var álitinn hafa svarað af fákunnáttu um niðurskurð Orkuveitunnar í ljósi fjögurra milljarða króna hagnað fyrirtæksins á síðasta ári, sagði Jón að hann hefði verið nýútskrifaður af spítala gegn læknisráði þegar viðtalið var tekið. „Ég var illa áttaður og átti erfitt með að svara þessu," sagði Jón og bætti við að hann hefði að auki talið að viðtalið ætti að snúast um eitthvað allt annað þegar það var tekið. Hann bætti við að svarið væri að Orkuveitan skuldaði 250 milljarða og hagnaðurinn færi í rekstur og skuldir fyrirtæksins. Jón fullyrðir að hann eigi í góðum samskiptum við starfsfólk borgarinnar. Hann áréttar að störf borgarstjórans séu alls ekki fyrir einn mann. Þá tók hann dæmi að í Osló starfa tveir borgarstjórar. Jón sagði að borgin þyrfti að hækka útsvarið en fjárlagagerðinni verður lokið fyrir áramót að hans sögn. Alls þarf að stoppa upp í 4,5 milljarða gat. Jón sagði að lokum að hann yrði að minnsta kosti borgarstjóri út þetta kjörtímabil. Hann sagðist vera orðinn talsvert sjóaðari núna en í fyrst. „Ég er miklu meira kúl núna," sagði hann að lokum. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
„Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá ég farinn að upplifa hann sem tvo flokka," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali í Kastljósi í kvöld þar sem farið var yfir störf borgarstjórans frá því hann tók við í sumar. Sjálfur sagðist Jón stoltastur af því að hafa náð að tækla vandamál Orkuveitunnar Reykjavíkur. Jón hefur legið undir harðri gagnrýni og þá fyrir að vera beinlínis óhæfur í starf sitt. Hann hnýtti sérstaklega í Sjálfstæðisflokkinn í viðtalinu og vildi meina að flokkurinn væri klofinn í gamlan og nýjan flokk. „Samstarfið hefur gengið mjög vel við þann nýja en ekki þann gamla," sagði Jón og bætti við: „Gamli flokkurinn finnst mér eins og Patrick Swayze í Ghost áður en hann fattaði að hann væri dáinn." Jón vitnaði þarna í kvikmyndina Ghost sem fjallar um mann sem deyr frá konunni sem hann elskar. Í fyrstu gerði sögupersónan sér ekki grein fyrir því að hann væri látinn. Að lokum rambar persónan á miðil sem hann fær til þess að aðstoða sig. „Besti flokkurinn er þá dálítið eins og Whoopi Goldberg," sagði Jón en sú leikkona lék miðilinn sem starfar sem svikahrappur þar til hún heyrir óvænt í hinum látna Swayze og miðlar skilaboðum til ástkonu hans. Spurður út í umdeilt viðtal á RÚV, þar sem hann var álitinn hafa svarað af fákunnáttu um niðurskurð Orkuveitunnar í ljósi fjögurra milljarða króna hagnað fyrirtæksins á síðasta ári, sagði Jón að hann hefði verið nýútskrifaður af spítala gegn læknisráði þegar viðtalið var tekið. „Ég var illa áttaður og átti erfitt með að svara þessu," sagði Jón og bætti við að hann hefði að auki talið að viðtalið ætti að snúast um eitthvað allt annað þegar það var tekið. Hann bætti við að svarið væri að Orkuveitan skuldaði 250 milljarða og hagnaðurinn færi í rekstur og skuldir fyrirtæksins. Jón fullyrðir að hann eigi í góðum samskiptum við starfsfólk borgarinnar. Hann áréttar að störf borgarstjórans séu alls ekki fyrir einn mann. Þá tók hann dæmi að í Osló starfa tveir borgarstjórar. Jón sagði að borgin þyrfti að hækka útsvarið en fjárlagagerðinni verður lokið fyrir áramót að hans sögn. Alls þarf að stoppa upp í 4,5 milljarða gat. Jón sagði að lokum að hann yrði að minnsta kosti borgarstjóri út þetta kjörtímabil. Hann sagðist vera orðinn talsvert sjóaðari núna en í fyrst. „Ég er miklu meira kúl núna," sagði hann að lokum.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira