Enski boltinn

Koscielny ekki meira með Arsenal á þessu ári

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Laurent Koscielny.
Laurent Koscielny. Mynd/AFP

Arsenal-miðvörðurinn Laurent Koscielny hefur leikið sinn síðasta leik á árinu 2010 og verður liðið því án tveggja miðvarða næstu vikurnar þar sem Belginn Thomas Vermaelen er einnig að glíma við meiðsli.

Koscielny fékk heilahristing þegar hann rakst á félaga sinn Sebastien Squillaci í sigrinum á Fulham um síðustu helgi. Atvikið gerðist í aðdraganda marks Fulham og fór Koscielny strax útaf.

Koscielny verður væntanlega frá í þrjár vikur og mun því eins og Vermaelen missa af leikjum á móti bæði Manchester United og Chelsea.

Stjórinn Arsene Wenger verður því að treysta á miðvarðarparið Squillaci og Johan Djourou í þessum stórleikjum sem og í hinu mikla leikjaálagi yfir hátíðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×