Innlent

Frábrugðið vilja ritnefndar

Kópavogur. Rita á sögu bæjarins frá 1980 til 2010.
Kópavogur. Rita á sögu bæjarins frá 1980 til 2010.

Sögunefnd Kópavogs segir ljóst að ekki náist það setta markmið að ljúka á þessu ári við ritun sögu Kópavogs frá 1980 til 2010.  Þetta kemur fram í greinargerð sem lögð var fram í bæjarráði vegna fyrirspurnar Gunnars I. Birgissonar bæjarfulltrúa.

Nefndarmenn segja meðal annars heilsubrest söguritarans hafa valdið töfum. Hann hafi í haust skilað heildstæðu handriti verksins eins og hann sjái það fyrir sér. „Nefndarmönnum er þó ekki launung á að verkið í heild sinni er talsvert frábrugðið því sem við hefðum kosið hvað úrvinnslu og framsetningu efnisins víkur við, og teljum því að enn sé langur vegur í að verkið teljist tilbúið til útgáfu.“ - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×