Fyrrverandi landsliðsmarkvörður dæmdur í fangelsi 8. mars 2010 16:26 Ólafur Gottskálksson. Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmarkvörður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir húsbrot og rán en hann ruddist ásamt öðrum manni Ólafi Darra Sturlusyni inn á heimili manns í Reykjanesbæ og beitti hann ofbeldi auk þess sem þeir rændu fartölvu af manninum. Atvikið átti sér stað þann 8. febrúar í fyrra. Ólafur krafðist sýknu í málinu enda sagðist hann aldrei hafa komið heim til mannsins. Hann sagðist hafa flutt til Noregs daginn eftir að atburðurinn átti sér stað og hefði hann staðið í ströngu við að undirbúa búferlaflutningana daginn sem hann átti að hafa brotist inn til mannsins. Dómarinn féllst ekki á vörn Ólafs og dæmdi hann því í tíu mánaða fangelsi. Ólafur Darri fékk tólf mánaða langan dóm enda taldist hann hafa rofið skilorð. Við munnlegan málflutning við aðalmeðferð málsins gerði verjandi ákærða Ólafs Gottskálkssonar verulegar athugasemdir við það, að nákvæm lýsing á efni ákærunnar skyldi birtast í Fréttablaðinu áður en ákæran var birt fyrir skjólstæðingi hans. Óskaði verjandinn eftir því að dómurinn tæki afstöðu til þessa enda væri um að ræða lögbrot. Það var hins vegar mat dómsins að athugasemdir þessar hafi ekki haft efnislega þýðingu við úrlausn málsins auk þess sem engin sönnun væri fyrir því að um ólögmætan leka upplýsinga væri að ræða. Því var ekki tekin afstaða til þessara athugasemda. Þá var mönnunum gert að greiða fórnarlambinu 375 þúsund krónur í miskabætur auk þess sem þeir þurfa að greiða málskostnað hans. Langur knattspyrnuferill Ólafur Gottskálksson lék knattspyrnu í sautján ár, bæði á Íslandi og á Bretlandseyjum. Hann hóf ferilinn hjá ÍA árið 1988, fór þaðan til KR og lék síðan bæði með Keflvíkingum og Grindvíkingum. Hann á að baki 188 leiki í efstu deild á Íslandi. Þá lék hann með Hibernian í Skotlandi, og Brentford, Margate og Torquay á Englandi. Ólafur var valinn í íslenska landsliðið níu sinnum á árunum 1991 til 1997, og var fimm sinnum í byrjunarliðinu. Ólafur hætti að spila knattspyrnu eftir hann skrópaði í lyfjaprófi hjá Torquay í janúar 2005 og lét sig hverfa af æfingasvæðinu. Enska knattspyrnusambandið úrskurðaði hann í kjölfarið í ævilangt bann. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmarkvörður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir húsbrot og rán en hann ruddist ásamt öðrum manni Ólafi Darra Sturlusyni inn á heimili manns í Reykjanesbæ og beitti hann ofbeldi auk þess sem þeir rændu fartölvu af manninum. Atvikið átti sér stað þann 8. febrúar í fyrra. Ólafur krafðist sýknu í málinu enda sagðist hann aldrei hafa komið heim til mannsins. Hann sagðist hafa flutt til Noregs daginn eftir að atburðurinn átti sér stað og hefði hann staðið í ströngu við að undirbúa búferlaflutningana daginn sem hann átti að hafa brotist inn til mannsins. Dómarinn féllst ekki á vörn Ólafs og dæmdi hann því í tíu mánaða fangelsi. Ólafur Darri fékk tólf mánaða langan dóm enda taldist hann hafa rofið skilorð. Við munnlegan málflutning við aðalmeðferð málsins gerði verjandi ákærða Ólafs Gottskálkssonar verulegar athugasemdir við það, að nákvæm lýsing á efni ákærunnar skyldi birtast í Fréttablaðinu áður en ákæran var birt fyrir skjólstæðingi hans. Óskaði verjandinn eftir því að dómurinn tæki afstöðu til þessa enda væri um að ræða lögbrot. Það var hins vegar mat dómsins að athugasemdir þessar hafi ekki haft efnislega þýðingu við úrlausn málsins auk þess sem engin sönnun væri fyrir því að um ólögmætan leka upplýsinga væri að ræða. Því var ekki tekin afstaða til þessara athugasemda. Þá var mönnunum gert að greiða fórnarlambinu 375 þúsund krónur í miskabætur auk þess sem þeir þurfa að greiða málskostnað hans. Langur knattspyrnuferill Ólafur Gottskálksson lék knattspyrnu í sautján ár, bæði á Íslandi og á Bretlandseyjum. Hann hóf ferilinn hjá ÍA árið 1988, fór þaðan til KR og lék síðan bæði með Keflvíkingum og Grindvíkingum. Hann á að baki 188 leiki í efstu deild á Íslandi. Þá lék hann með Hibernian í Skotlandi, og Brentford, Margate og Torquay á Englandi. Ólafur var valinn í íslenska landsliðið níu sinnum á árunum 1991 til 1997, og var fimm sinnum í byrjunarliðinu. Ólafur hætti að spila knattspyrnu eftir hann skrópaði í lyfjaprófi hjá Torquay í janúar 2005 og lét sig hverfa af æfingasvæðinu. Enska knattspyrnusambandið úrskurðaði hann í kjölfarið í ævilangt bann.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira