Innlent

Borgarstjóri bítur frá sér

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Gnarr segist vera hæfur til að gegna starfi borgarstjóra. Mynd/ GVA.
Jón Gnarr segist vera hæfur til að gegna starfi borgarstjóra. Mynd/ GVA.
„Eini munurinn á mér og óhæfum borgarstjóra er að ég er ekki óhæfur," segir Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali við Fréttatímann sem kemur út á morgun.

Þar fara þeir Jón og Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, hörðum orðum um starfsaðferðir borgarfulltrúa gömlu stjórnmálaflokkanna. Taktík þeirra sé að strá efasemdum um störf og hæfi Besta flokksins. Þeir fáist við harðsvíruðustu pólitíkusa landsins og Besti flokkurinn neiti að fara niður á lágkúrulegt plan þeirra.

„Við höfum náð að sameina Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkinn í baráttu þeirra gegn okkur; og gegn því að íslensk stjórnmálamenning þroskist. Þau vilja það ekki. Þau eru öll sömu teknó-kratarnir. Það er ekki af hugsjón heldur sjá þau sem markmið sitt að eyða okkur," segir Jón.

„Við héldum að við ættum bakland í vinstra fólki sem sæi möguleika á breytingu eftir bankahrunið en svo er ekki. Það hefur hópast með Sjálfstæðisflokknum gegn okkur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×