Atli sat hjá 12. september 2010 20:00 Atli Gíslason, þingmaður VG og formaður þingmannanefndarinnar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Mynd/Pjetur Afstaða Atla Gíslasonar, þingmanns Vinstri grænna, varð til þess að ekki náðist meirihluti innan uppgjörsnefndar Alþingis um að rannsaka á ný einkavæðingu ríkisbankanna. Atli sat hjá við afgreiðslu málsins. Rannsóknarnefnd Alþingis skoðaði ekki sérstaklega hvernig staðið var að einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans um síðustu aldamót en málið hefur verið harðlega gagnrýnt á undanförnum árum. Með hliðsjón af þessu lögðu fjórir nefndarmenn í uppgjörsnefnd Alþingis það til að einkavæðingarferlið verði rannsakað sérstaklega. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðust hins vegar gegn þessari tillögu en Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, sat hjá og því náðist ekki meirihluti innan nefndarinnar. Sjálfstæðismenn líta svo á málið sé fullkannað og að frekari rannsókn skili samfélaginu engu. Framsóknarmenn taka undir þetta álit en lýsa ennfremur í bókun sinni yfir vanþóknun á störfum þeirra ráðherra sem stýrðu einkavæðingunni á sínum tíma. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur lýst því yfir að hún vilji láta rannsaka einkavæðinguna og er því ekki sátt við þessa niðurstöðu. Þetta hafði hún um málið að segja að loknum þingflokksfundi sSmfylkingarinnar í gær. „Það vekur athygli mína að minnsta kosti tveir flokkar vilja ekki fara í rannsókn á einkavæðingu á bankakerfinu." Fréttastofa hafði samband við Atla Gíslason í dag en Atli ætlar ekki tjá sig um störf nefndarinnar fyrr en hann er búinn að gefa Alþingi munnlega skýrslu um málið. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
Afstaða Atla Gíslasonar, þingmanns Vinstri grænna, varð til þess að ekki náðist meirihluti innan uppgjörsnefndar Alþingis um að rannsaka á ný einkavæðingu ríkisbankanna. Atli sat hjá við afgreiðslu málsins. Rannsóknarnefnd Alþingis skoðaði ekki sérstaklega hvernig staðið var að einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans um síðustu aldamót en málið hefur verið harðlega gagnrýnt á undanförnum árum. Með hliðsjón af þessu lögðu fjórir nefndarmenn í uppgjörsnefnd Alþingis það til að einkavæðingarferlið verði rannsakað sérstaklega. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðust hins vegar gegn þessari tillögu en Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, sat hjá og því náðist ekki meirihluti innan nefndarinnar. Sjálfstæðismenn líta svo á málið sé fullkannað og að frekari rannsókn skili samfélaginu engu. Framsóknarmenn taka undir þetta álit en lýsa ennfremur í bókun sinni yfir vanþóknun á störfum þeirra ráðherra sem stýrðu einkavæðingunni á sínum tíma. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur lýst því yfir að hún vilji láta rannsaka einkavæðinguna og er því ekki sátt við þessa niðurstöðu. Þetta hafði hún um málið að segja að loknum þingflokksfundi sSmfylkingarinnar í gær. „Það vekur athygli mína að minnsta kosti tveir flokkar vilja ekki fara í rannsókn á einkavæðingu á bankakerfinu." Fréttastofa hafði samband við Atla Gíslason í dag en Atli ætlar ekki tjá sig um störf nefndarinnar fyrr en hann er búinn að gefa Alþingi munnlega skýrslu um málið.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira