Engin hætta á þjóðargjaldþroti Grikkja, Ísland í ruslið 12. janúar 2010 10:36 Greiningarfyrirtækið IHS Global Insight segir að engin hætta sé á þjóðargjaldþroti Grikkja, né annara evruþjóða á þessu ári. Hinsvegar á fyrirtækið von á að öll önnur matsfyrirtæki fylgi fordæmi Fitch Ratings og setji lánshæfiseinkunn Íslands í ruslflokk. Þetta kemur fram í frétt á CNBC sjónvarpsstöðinni. Samkvæmt IHS Global Insight muni þrýtingur frá öðrum evruþjóðum valda því að Grikkir muni endurskoða fjárhagsstöðu sína sama hve sársaukafullt það verði fyrir fjárfesta. „Ísland er rusl (junk)" , segir í fréttinni þar sem forseti Íslands hafni því að greiða þá milljarða sem landið skuldi Bretum og Hollendingum. Af þeim sökum reiknar IHS Global Insight með því að öll matsfyrirtæki muni setja landið í ruslflokk. Þá segir IHS Global Insight að engin hætta sé á því að Bandaríkin verði lækkuð í lánshæfiseinkunn þrátt fyrir að skuldir landsins í hlutfalli við landsframleiðslu muni tvöfaldast. Þessi skuldaaukning dugi ekki einu sinni til að breyta horfum í neikvæðar hvað þá lækka lánshæfið. Þá telur IHS Global Insight að skuldavandræði Dubai séu ofmetin. Hið olíuauðuga nágrannaríki Abu Dhabi muni halda áfram stuðningi sínum við Dubai. IHS Global Insight telur svo að Pólland verði stjarnan í austur Evrópu á árinu. Póllandi hafi ekki lent í kreppunni og þar sem stjórnvöld standi nú fyrir endurbótum á fjármálastefnu sinni gætu kjörin á skuldum landsins batnað. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Greiningarfyrirtækið IHS Global Insight segir að engin hætta sé á þjóðargjaldþroti Grikkja, né annara evruþjóða á þessu ári. Hinsvegar á fyrirtækið von á að öll önnur matsfyrirtæki fylgi fordæmi Fitch Ratings og setji lánshæfiseinkunn Íslands í ruslflokk. Þetta kemur fram í frétt á CNBC sjónvarpsstöðinni. Samkvæmt IHS Global Insight muni þrýtingur frá öðrum evruþjóðum valda því að Grikkir muni endurskoða fjárhagsstöðu sína sama hve sársaukafullt það verði fyrir fjárfesta. „Ísland er rusl (junk)" , segir í fréttinni þar sem forseti Íslands hafni því að greiða þá milljarða sem landið skuldi Bretum og Hollendingum. Af þeim sökum reiknar IHS Global Insight með því að öll matsfyrirtæki muni setja landið í ruslflokk. Þá segir IHS Global Insight að engin hætta sé á því að Bandaríkin verði lækkuð í lánshæfiseinkunn þrátt fyrir að skuldir landsins í hlutfalli við landsframleiðslu muni tvöfaldast. Þessi skuldaaukning dugi ekki einu sinni til að breyta horfum í neikvæðar hvað þá lækka lánshæfið. Þá telur IHS Global Insight að skuldavandræði Dubai séu ofmetin. Hið olíuauðuga nágrannaríki Abu Dhabi muni halda áfram stuðningi sínum við Dubai. IHS Global Insight telur svo að Pólland verði stjarnan í austur Evrópu á árinu. Póllandi hafi ekki lent í kreppunni og þar sem stjórnvöld standi nú fyrir endurbótum á fjármálastefnu sinni gætu kjörin á skuldum landsins batnað.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira