Innlent

Árni Mathiesen rýfur þögnina

Árni M. Mathiesen
Árni M. Mathiesen
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, gerir upp bankahrunið í nýrri bók sem kemur út eftir miðjan nóvember. Hann leggur nú lokahönd á bókina ásamt Þórhalli Jósepssyni, reynslubolta af fréttastofu Ríkisútvarpsins.

Bókin nefnist Árni Matt – Frá bankahruni til byltingar og kemur út hjá bókaforlaginu Veröld. Árni hefur frá hruni haldið sig mjög til hlés í umræðunni. Bókin byggir á samtölum Árna og Þórhalls og einnig áður óbirtum heimildum, til dæmis minnisblöðum Árna sem ekki hefur fyrr verið vitnað til.

Einnig er von á bók um hrunið frá Björgvin G. Sigurðssyni, fyrrverandi viðskiptaráðherra.- sh



Fleiri fréttir

Sjá meira


×