Tinna í fjórða sæti á Opna finnska golfmótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2010 16:45 Tinna Jóhannsdóttir úr Keili stóð sig vel í Finnlandi. Mynd/Daníel Íslandsmeistarinn Tinna Jóhannsdóttir úr Keili varð í fjórða sæti á opna finnska áhugameistaramótinu í golfi sem lauk í dag í Helsinki. Tinna var ein af fjórum íslenskum keppendum á mótinu. Tinna lék lokahringinn á 75 höggum eða fjórum höggum yfir pari og varð samtals á tíu höggum yfir pari í mótinu. Hún fékk skramba á lokaholunni og hefði getað náð þriðja sætinu í mótinu. Tinna var aðeins tveimur höggum á eftir efsta kylfingi þegar lokahringurinn var hálfnaður og hefði með smá heppni getað barist um sigurinn. Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum náði bestu árangri íslensku karlanna í mótinu en hann lenti í 24. sæti á samtals fimm höggum yfir pari eftir að hafa leikið lokahringinn á 73 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Alfreð Brynjar Kristinsson úr GKG náði sér ekki á strik í dag og lék á 81 höggum í dag og varð í 36. sæti á 11 höggum yfir pari.Árangur íslensku kylfinganna á opna finnska golfmótinu: Karlar: 24. sæti Ólafur Björn Loftsson NK +5 (72-73-73) 36. sæti Alfreð Brynjar Kristinsson GKG +11 (71-73-81)Konur: 4. sæti Tinna Jóhannsdóttir GK +8 (72-76-73)Þessi lentu í niðurskurðinum: Guðrún Pétursdóttir GR Sigurþór Jónsson GK Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslandsmeistarinn Tinna Jóhannsdóttir úr Keili varð í fjórða sæti á opna finnska áhugameistaramótinu í golfi sem lauk í dag í Helsinki. Tinna var ein af fjórum íslenskum keppendum á mótinu. Tinna lék lokahringinn á 75 höggum eða fjórum höggum yfir pari og varð samtals á tíu höggum yfir pari í mótinu. Hún fékk skramba á lokaholunni og hefði getað náð þriðja sætinu í mótinu. Tinna var aðeins tveimur höggum á eftir efsta kylfingi þegar lokahringurinn var hálfnaður og hefði með smá heppni getað barist um sigurinn. Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum náði bestu árangri íslensku karlanna í mótinu en hann lenti í 24. sæti á samtals fimm höggum yfir pari eftir að hafa leikið lokahringinn á 73 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Alfreð Brynjar Kristinsson úr GKG náði sér ekki á strik í dag og lék á 81 höggum í dag og varð í 36. sæti á 11 höggum yfir pari.Árangur íslensku kylfinganna á opna finnska golfmótinu: Karlar: 24. sæti Ólafur Björn Loftsson NK +5 (72-73-73) 36. sæti Alfreð Brynjar Kristinsson GKG +11 (71-73-81)Konur: 4. sæti Tinna Jóhannsdóttir GK +8 (72-76-73)Þessi lentu í niðurskurðinum: Guðrún Pétursdóttir GR Sigurþór Jónsson GK
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira