Enski boltinn

Drogba þolir ekki að elta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Drogba á ferðinni um helgina. Nordic Photos/Getty Images
Drogba á ferðinni um helgina. Nordic Photos/Getty Images

Það gengur illa hjá Chelsea þessa dagana og liðið varð að sjá á eftir toppsætinu um helgina í hendurnar á Man. Utd. Chelsea varð þá að sætta sig við jafntefli gegn Newcastle.

Didier Drogba, framherji Chelsea, segir það vera óþolandi að lenda undir í leikjum og þurfa að elta líkt og gerðist um helgina er Alex gaf Andy Carroll mark.

"Þegar maður þarf að elta þá opnast vörnin meira og menn verða einnig þreyttari en ella. Það er því erfiðara að nýta færin þegar þau gefast," sagði Drogba.

"Það var samt ekki vandamál að skapa færi í leiknum. Við hefðum í raun átt að skora meira en þetta eina mark. Við verðum að taka okkur taki og breyta þessu gengi hið fyrsta.

"Lengi vel héldum við alltaf hreinu en nú erum við alltaf að fá á okkur mörk. Þetta verður að breytast ef við ætlum okkur aftur á topp deildarinnar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×