Enski boltinn

Hodgson hefur enn trú á Torres

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Torres var ekki á skotskónum gegn Spurs í gær. Nordic Photos/Getty Images
Torres var ekki á skotskónum gegn Spurs í gær. Nordic Photos/Getty Images

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, segist enn hafa tröllatrú á framherjanum Fernando Torres sem hefur verið fjarri sínu besta í vetur. Hann var slakur á móti Spurs í gær og klúðraði þó nokkrum fínum færum.

Margir héldu að Torres væri kominn til baka er hann átti stórleik gegn Chelsea en svo var nú ekki. Hann hefur ekki skoraði í síðustu þremur leikjum Liverpool.

"Mig grunar að það sé vandamál með sjálfstraust hjá honum. Ég var samt ánægður með hann. Torres setur miklar kröfur á sjálfan sig og er fúll að hafa ekki nýtt færin í þessum leik sem hann skapaði reyndar sjálfur," sagði Hodgson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×