Gera yrði breytingar á málinu hér heima 17. desember 2010 05:30 Sjömenningarnir eru sakaðir um að hafa haft hundruð milljarða króna út úr Glitni með óheiðarlegum aðferðum.Fréttablaðið/valli Töluverðar breytingar þyrfti að gera á málatilbúnaði slitastjórnar Glitnis gegn svokallaðri sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar ef ákveðið yrði að höfða málið á Íslandi. Þetta segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar, en tekur jafnframt fram að hún telji að það mundi ekki útheimta ýkja mikla vinnu. Dómarinn Charles E. Ramos vísaði málinu frá dómi í New York á þriðjudag og sagði það eiga heima á Íslandi, þar sem stefndu væru allir Íslendingar og Glitnir íslenskt fyrirtæki. Í málinu var Jóni Ásgeiri, Hannesi Smárasyni, Ingibjörgu Pálmadóttur, Pálma Haraldssyni, Lárusi Welding, Jóni Sigurðssyni og Þorsteini M. Jónssyni stefnt til að endurgreiða tvo milljarða dala, jafnvirði um 230 milljarða króna, sem sjömenningarnir voru sakaðir um að hafa sogið út úr bankanum í flóknu samsæri. Slitastjórnin hefur lýst því yfir að haldið verði áfram með málið. Ekki liggur fyrir hvar það verður gert. Enn á eftir að ákveða hvort frávísuninni verður áfrýjað og hefur Steinunn aðspurð ekki viljað útiloka að málið geti verið höfðað annars staðar en á Íslandi ákveði slitastjórnin að una frávísuninni, til dæmis í London. Stefnan í New York er berorð og mun harðorðari en þær sem tíðkast hér. Þar er jafnframt notast við hugtök sem ekki eru þekkt í íslenskum rétti. Sumir stefndu eru sagðir hafa verið skuggastjórnendur Glitnis og ítrekað er vísað til þess að Ingibjörg Pálmadóttir sé hliðarsjálf eiginmanns síns. „Það má alveg reikna með því að málið yrði lagt upp öðruvísi á Íslandi,“ segir Steinunn. Hún vill ekki segja til um að hvaða leyti málið yrði frábrugðið hér heima. „En atburðarásin sem er lýst í stefnunni er auðvitað eins og hún er,“ segir hún. Hún segir að þótt málið tæki breytingum yrði vinnan við það ekki sérlega flókin. Guðmundur Sigurðsson, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir ljóst að stefnan hér heima þurfi að byggja á íslenskum rétti. Það ætti þó ekki að vera neitt stórmál. „Auðvitað yrðu menn að færa málið í búning sem harmónerar við íslenskan skaðabótarétt,“ segir hann. Hann þekki stefnuna ytra þó ekki í þaula og geti því ekki sagt til um nákvæmlega hvaða breytingar þyrfti að gera. Hann segir að vel kunni að vera að yfirbragð stefnunnar úti helgist af því að málinu hafi verið ætlað að fara fyrir kviðdóm. Líklegt sé að það yrði tónað niður hér heima. „Ég held að það yrði engin flugeldasýning hérna fyrir íslenskum dómstólum.“ stigur@frettabladid.is Steinunn Guðbjartsdóttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Töluverðar breytingar þyrfti að gera á málatilbúnaði slitastjórnar Glitnis gegn svokallaðri sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar ef ákveðið yrði að höfða málið á Íslandi. Þetta segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar, en tekur jafnframt fram að hún telji að það mundi ekki útheimta ýkja mikla vinnu. Dómarinn Charles E. Ramos vísaði málinu frá dómi í New York á þriðjudag og sagði það eiga heima á Íslandi, þar sem stefndu væru allir Íslendingar og Glitnir íslenskt fyrirtæki. Í málinu var Jóni Ásgeiri, Hannesi Smárasyni, Ingibjörgu Pálmadóttur, Pálma Haraldssyni, Lárusi Welding, Jóni Sigurðssyni og Þorsteini M. Jónssyni stefnt til að endurgreiða tvo milljarða dala, jafnvirði um 230 milljarða króna, sem sjömenningarnir voru sakaðir um að hafa sogið út úr bankanum í flóknu samsæri. Slitastjórnin hefur lýst því yfir að haldið verði áfram með málið. Ekki liggur fyrir hvar það verður gert. Enn á eftir að ákveða hvort frávísuninni verður áfrýjað og hefur Steinunn aðspurð ekki viljað útiloka að málið geti verið höfðað annars staðar en á Íslandi ákveði slitastjórnin að una frávísuninni, til dæmis í London. Stefnan í New York er berorð og mun harðorðari en þær sem tíðkast hér. Þar er jafnframt notast við hugtök sem ekki eru þekkt í íslenskum rétti. Sumir stefndu eru sagðir hafa verið skuggastjórnendur Glitnis og ítrekað er vísað til þess að Ingibjörg Pálmadóttir sé hliðarsjálf eiginmanns síns. „Það má alveg reikna með því að málið yrði lagt upp öðruvísi á Íslandi,“ segir Steinunn. Hún vill ekki segja til um að hvaða leyti málið yrði frábrugðið hér heima. „En atburðarásin sem er lýst í stefnunni er auðvitað eins og hún er,“ segir hún. Hún segir að þótt málið tæki breytingum yrði vinnan við það ekki sérlega flókin. Guðmundur Sigurðsson, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir ljóst að stefnan hér heima þurfi að byggja á íslenskum rétti. Það ætti þó ekki að vera neitt stórmál. „Auðvitað yrðu menn að færa málið í búning sem harmónerar við íslenskan skaðabótarétt,“ segir hann. Hann þekki stefnuna ytra þó ekki í þaula og geti því ekki sagt til um nákvæmlega hvaða breytingar þyrfti að gera. Hann segir að vel kunni að vera að yfirbragð stefnunnar úti helgist af því að málinu hafi verið ætlað að fara fyrir kviðdóm. Líklegt sé að það yrði tónað niður hér heima. „Ég held að það yrði engin flugeldasýning hérna fyrir íslenskum dómstólum.“ stigur@frettabladid.is Steinunn Guðbjartsdóttir
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira