Erlent

Áfram kuldakast í Evrópu

Andri Ólafsson skrifar
Töluverðar tafir hafa verið á flugi í London vegna vetrarhörku. Mynd/ afp.
Töluverðar tafir hafa verið á flugi í London vegna vetrarhörku. Mynd/ afp.
Kuldakastið í Evrópu heldur áfram að hafa áhrif á ferðaáætlanir. Þúsundir manna eru strandaglóðar á flugvöllum, bara á flugvellinum í Frankfurt voru 2500 ferðalangar fastir í gær og í nótt. Heathrow og Gatwick voru lokaðir í gær en opnuðu aftur í morgun. Nokkrar seinkannir urðu á flugi frá Keflavík í nótt og í morgun en það virðast vera að komast í lag.

Mestu vetrarhörkurnar eru í Bretlandi en desember stefnir í að verða kaldasti mánuður þar síðan mælingar hófust. Enn á eftir að kólna og því er spáð hann fari niður í 10 gráðu frost í vikunni þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×