Fótbolti

Miroslav Klose getur jafnað Pele

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Þjóðverjar fagna marki gegn Áströlum.
Þjóðverjar fagna marki gegn Áströlum. GettyImages
Þjóðverjar fara inn í leikinn gegn Serbíu í dag með það á bakinu að vera eina liðið sem sýndi sitt rétta andlit í fyrstu umferð HM. Það ætti að henta liðinu vel. Tveir bestu varnarmenn ensku úrvalsdeildarinnar, Nemandja Vidic og Branislav Ivanovic, fá verðugt verkefni gegn stórhættulegri sóknarlínu Þjóðverja. Lukas Podolski og Thomas Muller verða á köntunum með Mesut Özil á milli sín. Özil sýndi góð tilþrif í leiknum gegn Ástralíu en hann var lykilmaður í U21 árs liðinu sem varð Evrópumeistari síðasta sumar. Fremstur verður svo Miroslav Klose sem þarf aðeins eitt mark til að jafna Pele yfir flest mörk í lokakeppni HM. Ronaldo, hinn brasilíski, hefur skorað fimmtán og er markahæstur. Fyrirliði þess liðs var Sami Khedira sem verður á miðjunni ásamt Bastian Schweinsteiger. Hjá Serbíu þarf Nikola Zigic að nýta færin sín og bæði Milos Krasic og Dejan Stankovic að sýna miklu betri leik en í tapinu gegn Ghana. Leikurinn hefst klukkan 11.30.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×