Innlent

Ólafur F. Magnússon býst við öllu í kvöld

Ólafur F. Magnússon segist fyrst og fremst vera læknir.
Ólafur F. Magnússon segist fyrst og fremst vera læknir.

„Við erum búin með okkar vinnu, við erum ekki að smala heldur sitjum við hérna í garðinum mínum og þéttum raðirnar," segir Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi H-listans en hann tekur kosningadaginn rólega og segist ekki smala mikið síðustu stundirnar.

Hann segist ekki taka mikið mark á skoðanakönnunum og vill meina að þær séu settar fram af fjórflokkunum.

„Því miður virðist markaðsetningin skipta meira máli en málefnin sjálf," segir Ólafr en bætir við að ef málefnin H-listans nái í gegn þá þurfi hann ekki að kvíða kvöldinu.

Sjálfur mælist hann ekki inni í borgarstjórn miðað við síðustu kannanir. Því er sá möguleiki fyrir hendi að hann nái ekki kjöri.

„Ég hef gert allt sem við getum til þess að koma okkar málefnum og verkum á framfæir. Ef það hefur tekist kvíðum við engu. Ef ekki þá geng ég stoltur frá borðinu eftir heiðarlegan og verkmikinn feril í borgarstjórn í 20 ár. En læknastörfin bíða alltaf og ég er fyrst og fremst læknir," segri Ólafur sem býst við öllu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×