Innlent

Úrslit í Skorradalshreppi

Úrslit sveitarstjórnarkosninganna í Skorradalshreppi eru ljós. Alls greiddu 22 atkvæði eða 52,30 prósent. Á kjörskrá eru 42.

Það var Steinunn Fjóla Benediktsdóttir sem hlaut flest atkvæði, eða 21. Aðeins munaði einu atkvæði á milli hennar og Péturs Davíðssonar.

Á eftir þeim komu svo Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir með 19 atkvæði og K. Hulda Guðmundsdóttir með 15 atkvæði.

Varamenn eru eftirfarandi:

Jón Eiríkur Einarsson Mófellsstaðakoti

Jóhannes Guðjónsson Efri-Hrepp

Jón Friðrik Snorrason Indriðastöðum

Ágúst Árnason Felli

Finnbogi Gunnlaugsson Birkimóa 3

Þórhildur Ýr Jóhannesdóttir Grund




Fleiri fréttir

Sjá meira


×