Verulega slegið af öryggiskröfum í Húsavíkurflugi 13. ágúst 2010 12:10 Mynd/Vilhelm Landssamband Slökkviliðs og sjúkraflutningamanna telur að með því að flytja gamlan slökkvibíl frá Bakkaflugvelli til Húsavíkur til þess að hægt sé að lenda á flugvelli bæjarins sé verið að slá verulega af öryggiskröfum sem alla jafna séu gerðar í farþegaflugi. „Vegna verkfallsaðgerða LSS hyggst Flugfélag Íslands færa áætlunarflug sitt frá Akureyri til Húsavíkur. Að mati LSS grípur Flugfélag Íslands gagngert til þessarar ráðstöfunar til þess að komast hjá áhrifum löglega boðaðra verkfallsaðgerða LSS. Það er brot á lögum nr. 80/1938, gr. 14 og 18," segir í tilkynningu frá LSS. „Starfsmönnum sem ætlað er að sinna öryggisgæslu á Aðaldalsflugvelli, var fyrir aðeins fáum klukkustundum kennd notkun slökkvibílsins, þessa mikilvæga öryggistækis. LSS metur það svo að með þessu hafi verið slegið verulega af öryggiskröfum sem alla jafnan eru gerðar þegar farþegaflug er annars vegar," segir ennfremur. „Þá telur LSS það skýrt verkfallsbrot að starfsmenn annarra stéttarfélaga gangi í störf félagsmanna LSS sem eru í löglega boðuðum verkfallsaðgerðum," segir að lokum um leið og félagið hvetur forystumenn viðkomandi stéttarfélaga til að koma í veg fyrir umrædd verkfallsbrot. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á félagsfundi LSS í morgun: Félagsfundur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS), haldinn föstudaginn 13. ágúst 2010, lýsir yfir fullum stuðningi við samninganefnd LSS. Lýst er yfir vonbrigðum með störf launanefndar sveitarfélaga og þær yfirlýsingar og rangfærslur sem ítrekað hafa komið frá henni í fjölmiðlum. Jafnframt lýsir félagsfundur yfir megnri óánægju með Isavia og þátttöku þeirra í endurteknum verkfallsbrotum. Öryggi flugfarþega á Húsavíkurflugvelli er á hendi Isavia og er því að mati félagsmanna LSS telft í tvísýnu með lélegum tækjakosti og skyndimenntun starfsmanna. Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Landssamband Slökkviliðs og sjúkraflutningamanna telur að með því að flytja gamlan slökkvibíl frá Bakkaflugvelli til Húsavíkur til þess að hægt sé að lenda á flugvelli bæjarins sé verið að slá verulega af öryggiskröfum sem alla jafna séu gerðar í farþegaflugi. „Vegna verkfallsaðgerða LSS hyggst Flugfélag Íslands færa áætlunarflug sitt frá Akureyri til Húsavíkur. Að mati LSS grípur Flugfélag Íslands gagngert til þessarar ráðstöfunar til þess að komast hjá áhrifum löglega boðaðra verkfallsaðgerða LSS. Það er brot á lögum nr. 80/1938, gr. 14 og 18," segir í tilkynningu frá LSS. „Starfsmönnum sem ætlað er að sinna öryggisgæslu á Aðaldalsflugvelli, var fyrir aðeins fáum klukkustundum kennd notkun slökkvibílsins, þessa mikilvæga öryggistækis. LSS metur það svo að með þessu hafi verið slegið verulega af öryggiskröfum sem alla jafnan eru gerðar þegar farþegaflug er annars vegar," segir ennfremur. „Þá telur LSS það skýrt verkfallsbrot að starfsmenn annarra stéttarfélaga gangi í störf félagsmanna LSS sem eru í löglega boðuðum verkfallsaðgerðum," segir að lokum um leið og félagið hvetur forystumenn viðkomandi stéttarfélaga til að koma í veg fyrir umrædd verkfallsbrot. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á félagsfundi LSS í morgun: Félagsfundur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS), haldinn föstudaginn 13. ágúst 2010, lýsir yfir fullum stuðningi við samninganefnd LSS. Lýst er yfir vonbrigðum með störf launanefndar sveitarfélaga og þær yfirlýsingar og rangfærslur sem ítrekað hafa komið frá henni í fjölmiðlum. Jafnframt lýsir félagsfundur yfir megnri óánægju með Isavia og þátttöku þeirra í endurteknum verkfallsbrotum. Öryggi flugfarþega á Húsavíkurflugvelli er á hendi Isavia og er því að mati félagsmanna LSS telft í tvísýnu með lélegum tækjakosti og skyndimenntun starfsmanna.
Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira