Lífið

Eplavikan í Kvennó 90 ára

spilað fyrir kvenskælinga Eyjólfur Kristjánsson tók nokkra gamla slagara í Kvennaskólanum í gær þegar Eplavikan hófst. fréttablaðið/GVA
spilað fyrir kvenskælinga Eyjólfur Kristjánsson tók nokkra gamla slagara í Kvennaskólanum í gær þegar Eplavikan hófst. fréttablaðið/GVA

„Það verður fullt um að vera og nánast allir nemendur taka þátt,“ segir Sindri Már Hjartarson, formaður skólafélags Kvennaskólans í Reykjavík en í þessari viku heldur skólinn upp á 90 ára afmæli Eplavikunnar.

„Þetta er hefð sem á rætur sínar að rekja til ársins 1920, en þær stúlkur sem ekki komust heim um jólin fluttu leikþátt fyrir starfsmenn heimavistarinnar og fengu rautt epli að launum. Það þótti gríðarlega fínt í þá daga,“ segir Sindri. Dagskráin í Eplavikunni er þétt og upphitun hefst oftast tveimur vikum fyrr.

„Skólinn er skreyttur rauður og hljómsveitir, kórar og trúbadorar spila og syngja í matsalnum. Svo fær sá sem mætir í flestum rauðum flíkum frían miða á ballið,“ segir Sindri, en Eplaballið verður haldið á Broadway á fimmtudaginn. Þar koma fram Berndsen & The Young Boys, Ultra Mega Technobandið Stefán og Original Melody, ásamt fleiri góðum listamönnum.

„Svo má ekki gleyma því að í vikunni fá allir nemendur að sjálfsögðu rautt epli að gjöf frá nemendafélaginu,“ segir Sindri að lokum.- ka






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.