Kylfusveinn Tigers óttast ekki um starf sitt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. ágúst 2010 20:00 Williams gefur Tiger hér góð ráð. Orðrómur er uppi í golfheiminum þessa dagana að Tiger Woods ætli sér að skipta um kylfusvein. Tiger er ekki að finna sig og vilja einhverjir meina að hann hefði gott af nýjum félagsskap. Nýsjálendingurinn Steve Williams hefur verið kylfusveinn Tigers síðustu 11 ár og þénað vel sem slíkur. Hann er til að mynda langtekjuhæsti "íþróttamaður" Nýja-Sjálands. Williams hefur engar áhyggjur af starfi sínu og segir samstarf sitt við Tiger enn mjög gott. "Ef hann ætlaði að láta mig fjúka þá fengi ég væntanlega að vita af því fyrstur. Ég sé samt ekkert slíkt í kortunum," sagði Williams kokhraustur. "Fólk slúðrar að sjálfsögðu um þessa hluti. Tala nú ekki um þegar gengið er ekki gott eins og núna. Við Tiger erum enn mjög góðir vinir þó svo við höfum gengið í gegnum erfiða tíma. Ég styð hann heilshugar og samband okkar hefur verið gott í þeim öldudal sem hann hefur verið í." Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Orðrómur er uppi í golfheiminum þessa dagana að Tiger Woods ætli sér að skipta um kylfusvein. Tiger er ekki að finna sig og vilja einhverjir meina að hann hefði gott af nýjum félagsskap. Nýsjálendingurinn Steve Williams hefur verið kylfusveinn Tigers síðustu 11 ár og þénað vel sem slíkur. Hann er til að mynda langtekjuhæsti "íþróttamaður" Nýja-Sjálands. Williams hefur engar áhyggjur af starfi sínu og segir samstarf sitt við Tiger enn mjög gott. "Ef hann ætlaði að láta mig fjúka þá fengi ég væntanlega að vita af því fyrstur. Ég sé samt ekkert slíkt í kortunum," sagði Williams kokhraustur. "Fólk slúðrar að sjálfsögðu um þessa hluti. Tala nú ekki um þegar gengið er ekki gott eins og núna. Við Tiger erum enn mjög góðir vinir þó svo við höfum gengið í gegnum erfiða tíma. Ég styð hann heilshugar og samband okkar hefur verið gott í þeim öldudal sem hann hefur verið í."
Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira