Að minnsta kosti tíu þúsund manns hafa flúið yfir landamærin til Taílands vegna bardaga milli stjórnarhers Búrma og uppreisnarhers karena.
Bardagar brutust út í kjölfar þingkosninga í Búrma, sem haldnar voru um helgina. Kosningarnar hafa verið harðlega gagnrýndar, og þykja eingöngu til þess ætlaðar að styrkja völd herforingjastjórnarinnar í Búrma.
Karenar hafa barist, með mislöngum hléum, gegn herforingjastjórninni áratugum saman.- gb