Dregið var í 32-liða úrslit Evrópudeildar UEFA nú í hádeginu og mun Liverpool mæta þar Sparta Prag frá Tékklandi.
Grannarnir Anderlecht frá Belgíu og Ajax frá Hollandi drógust saman, sem og Sevilla frá Spáni og Porto frá Portúgal. Þá mun Manchester City mæta Aris frá Grikklandi.
Ef Liverpool kemst áfram mætir liðið annað hvort Lech Poznan frá Póllandi eða Braga frá Portúgal.
Manchester City bíður annað hvort Besiktas frá Tyrklandi eða Dynamo Kiev frá Úkraínu komist liðið áfram.
Leikirnir í 32-liða úrslitum:
Napoli - Villarreal
Rangers - Sporting Club Portugal
Sparta Prag - Liverpool
Anderlecht - Ajax
Lech Poznan - Braga
Besiktas - Dynamo Kiev
Basel - Spartak Moskva
Young Boys - Zenit St. Pétursborg
Aris - Manchester City
PAOK - CSKA Moskva
Sevilla - Porto
Rubin Kazan - Twente
Lille - PSV Eindhoven
Benfica - Stuttgart
BATE - Paris SG
Metalist Kharkiv - Bayer Leverkusen