Fjögur fyrirtæki frá Þýskalandi, Argentínu og Króatíu buðu í uppsetningu raf- og vélbúnaðar Búðarhálsvirkjunar. Tilboðin voru opnuð í fyrradag á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík.
Hæsta boð, 10,2 milljarðar króna, var frá argentínska fyrirtækinu IMPSA, nokkuð yfir kostnaðaráætlun ráðgjafa Landsvirkjunar. Áætlunin nemur tæpum 7,4 milljörðum króna.
Lægst bauð þýska fyrirtækið Voith Hydro GmbH, tæpa 6,3 milljarða króna, sem eru tæp 85 prósent af kostnaðaráætlun. Einnig buðu í verkið Koncar-Litostroj Power, frá Króatíu og Andritz Hydro GmbH, frá Þýskalandi. - óká