Innlent

Óttast lokun Sólheima

Reynir Pétur að störfum á Sólheimum. Hann er sennilega frægasti íbúi Sólheima.
Reynir Pétur að störfum á Sólheimum. Hann er sennilega frægasti íbúi Sólheima.

Framkvæmdastjórn Sólheima hefur boðað til blaðamannafundar klukkan tvö í dag.

Samkvæmt tilkynningu er fundurinn boðaður í framhaldi af fundi fulltrúaráðs Sólheima sem fundaði í gær og tók afgerandi ákvarðanir varðandi þá alvarlegu stöðu sem nú er komin upp í rekstri Sólheima.

Samkvæmt heimildum Vísis telur stjórnin að með flutningi málefna fatlaðra til sveitarfélaganna sé brostinn grundvöllur á rekstri heimilisins. Fundurinn verður haldinn í Iðu við Lækjargötu í miðborg Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×