Alexander vinsælasta nafnið Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. september 2010 09:02 Alexander var vinsælasta nafngift nýfæddra sveinbarna í fyrra en Anna hjá meybörnum. Anna var einnig í efsta sæti ári áður, en Alexander tók við af Viktori sem var vinsælasta fyrsta nafn árið 2008 hjá sveinum. Árið 2009 féll Viktor hins vegar í 5. sæti. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Flestir sem fengu nafn í fyrra fengu fleiri en eitt nafn. Þór var langvinsælasta annað nafn meðal sveinbarna, en þar á eftir Freyr og Ingi. Meðal meybarna voru María og Ósk vinsælustu annað nafn, en þessi nöfn vermdu líka fyrsta og annað sætið 2009. Á eftir þeim kom stúlkunafnið Líf, sem tók við af Rós sem þriðja vinsælasta annað nafn meybarna. Þegar litið er á allan mannfjöldann í ársbyrjun 2010 eru 10 efstu einnefni og fyrstu eiginnöfn þau sömu og trónuðu í efsta sæti árið 2005. Hjá körlum er Jón vinsælasta nafnið, þá Sigurður og svo Guðmundur. Röð 10 algengustu nafna var óbreytt frá 2005 nema hvað Magnús vék úr 7. sæti fyrir Kristjáni. Hjá konum er Guðrún vinsælust, þá Anna og svo Sigríður. Röð 10 efstu nafnanna var óbreytt frá 2005. Meirihluti ber fleiri en eitt nafn Meirihluti landsmanna ber fleiri en eitt nafn auk kenninafns. Þrjár vinsælustu samsetningarnar hjá körlum var Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Þetta voru einnig algengustu tvínefnin árið 2005. Hjá konum voru þrjár vinsælustu samsetningarnar Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín. Þetta voru líka algengustu tvínefnin árið 2005. Kvenmannsnafnið Anna er hins vegar afar vinsælt sem fyrsta nafn í tvínefnum. Anna var fyrri liður í sex tvínefnum af 10 algengustu. Afmælisdagar á Íslandi dreifast ekki jafnt yfir árið, þar sem algengast er að börn fæðist að sumri til og á hausti. Fæstir eiga afmæli á vetrarmánuðum frá nóvember og fram í febrúar. Í upphafi árs 2010 gátu flestir átt von á því að halda upp á afmælisdaginn þann 16. júlí 2010 eða 974 einstaklingar. Fæstir áttu afmælisdag á jóladag eða 666 manns og næstfæstir á gamlársdag eða 705. Annar í jólum og aðfangadagur eru einnig lítt vinsælir til afmælisveisla. Þá voru 208 einstaklingar án afmælisdags árið 2010, en þeir halda upp á hann fjórða hvert ár þann 29. febrúar. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Alexander var vinsælasta nafngift nýfæddra sveinbarna í fyrra en Anna hjá meybörnum. Anna var einnig í efsta sæti ári áður, en Alexander tók við af Viktori sem var vinsælasta fyrsta nafn árið 2008 hjá sveinum. Árið 2009 féll Viktor hins vegar í 5. sæti. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Flestir sem fengu nafn í fyrra fengu fleiri en eitt nafn. Þór var langvinsælasta annað nafn meðal sveinbarna, en þar á eftir Freyr og Ingi. Meðal meybarna voru María og Ósk vinsælustu annað nafn, en þessi nöfn vermdu líka fyrsta og annað sætið 2009. Á eftir þeim kom stúlkunafnið Líf, sem tók við af Rós sem þriðja vinsælasta annað nafn meybarna. Þegar litið er á allan mannfjöldann í ársbyrjun 2010 eru 10 efstu einnefni og fyrstu eiginnöfn þau sömu og trónuðu í efsta sæti árið 2005. Hjá körlum er Jón vinsælasta nafnið, þá Sigurður og svo Guðmundur. Röð 10 algengustu nafna var óbreytt frá 2005 nema hvað Magnús vék úr 7. sæti fyrir Kristjáni. Hjá konum er Guðrún vinsælust, þá Anna og svo Sigríður. Röð 10 efstu nafnanna var óbreytt frá 2005. Meirihluti ber fleiri en eitt nafn Meirihluti landsmanna ber fleiri en eitt nafn auk kenninafns. Þrjár vinsælustu samsetningarnar hjá körlum var Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Þetta voru einnig algengustu tvínefnin árið 2005. Hjá konum voru þrjár vinsælustu samsetningarnar Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín. Þetta voru líka algengustu tvínefnin árið 2005. Kvenmannsnafnið Anna er hins vegar afar vinsælt sem fyrsta nafn í tvínefnum. Anna var fyrri liður í sex tvínefnum af 10 algengustu. Afmælisdagar á Íslandi dreifast ekki jafnt yfir árið, þar sem algengast er að börn fæðist að sumri til og á hausti. Fæstir eiga afmæli á vetrarmánuðum frá nóvember og fram í febrúar. Í upphafi árs 2010 gátu flestir átt von á því að halda upp á afmælisdaginn þann 16. júlí 2010 eða 974 einstaklingar. Fæstir áttu afmælisdag á jóladag eða 666 manns og næstfæstir á gamlársdag eða 705. Annar í jólum og aðfangadagur eru einnig lítt vinsælir til afmælisveisla. Þá voru 208 einstaklingar án afmælisdags árið 2010, en þeir halda upp á hann fjórða hvert ár þann 29. febrúar.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira