Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur skilað 20 milljóna arðgreiðslu úr fyrirtæki sínu fyrir árið 2006, en þá var eiginfjárstaða fyrirtækisins neikvæð og því um ólöglegan gjörning að ræða.
Ásbjörn var í Kastjjósi kvöldsins á RÚV þar sem arðgreiðslurnar voru til umræðu og þar kom fram að hann hafi ekki áttað sig á því að arðgreiðslan væri ólögleg.
Hann hafi hins vegar farið að skoða málið í kjölfar fyrirspurnar frá Fréttablaðinu og í framhaldinu ákveðið að skila peningunum. DV skýrði frá arðgreiðslunum í síðustu viku.