Innlent

N1 situr uppi með tíu þúsund eintök

Báðar bækurnar, Jónína Ben. og Stormurinn, fjölluðu um hrunið að einhverju leyti. Þær náðu hins vegar ekki hylli lesenda og Hermann Guðmundsson og olíufélagið N1 sitja uppi með tæp tíu þúsund eintök.
Báðar bækurnar, Jónína Ben. og Stormurinn, fjölluðu um hrunið að einhverju leyti. Þær náðu hins vegar ekki hylli lesenda og Hermann Guðmundsson og olíufélagið N1 sitja uppi með tæp tíu þúsund eintök.

„Þetta var góður skóli. Við munum auðvitað læra af þessu og horfa í aðferðafræðina. Við ætlum að endurtaka leikinn, vera þá með fleiri titla," segir Hermann Guðmundsson, forstjóri olíufélagsins N1.

Félagið hugðist hasla sér völl á hinum sívinsæla jólabókamarkaði og keypti dreifingarréttinn að tveimur ævisögum fyrir jólin: Storminn eftir Björgvin G. Sigurðsson og Jónínu Ben. eftir Sölva Tryggvason. Menn voru stórhuga og létu prenta sautján þúsund eintök, tíu þúsund af Jónínu og sjö þúsund af Björgvini. Í gær rann síðan stóra stundin upp þegar listi yfir mest seldu bækur ársins var birtur og þar er Björgvin hvergi sjáan­legur á neinum listum, Jónína er hins vegar fjórða mest selda ævisagan og situr í 19. sæti á heildarlistanum yfir árið. Hermanni taldist svo til að Jónína hefði selst í fimm þúsund eintökum en Björgvin í 2.400. N1 situr því uppi með tæp tíu þúsund eintökum af þessum tveimur bókum.

„Við eigum náttúrlega eftir að fá inn skilatölur og skoðum þetta þá en við eigum eftir nóg af eintökum, það er alveg ljóst. Við munum reyna að selja þetta til vors og svo verður restinni væntanlega bara fargað."

Hermann er samt rólegur yfir þessu og segir bókasöluna agnar­smáan hluta af heildarveltu fyrirtækisins. „Þetta er álíka hátt hlutfall og er stolið af bensíni hjá okkur á hverju ári."- fgg








Fleiri fréttir

Sjá meira


×