Innlent

Brennuvargur dæmdur í tveggja ára fangelsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Óskar var dæmdur í Hæstarétti í dag.
Jón Óskar var dæmdur í Hæstarétti í dag.
Hæstiréttur Íslands dæmdi Jón Óskar Auðunsson í tveggja ára fangelsi í dag fyrir að kveikja í kyrrstæði bifreið á bifreiðastæði í Reykjavík, í október í hitteðfyrra.

Hann olli með því eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu. Önnur bifreið, sem var við hliðina á bifreiðinni sem kveikt var í, brann einnig og sú þriðja stórskemmdist. Þá komu sprungur í rúður á húsinu sem bílarnir stóðu við.

Í dómi Hæstaréttar segir að Jóni Óskari hafi hlotið að vera ljóst að íkveikjan myndi hafa í för með sér augljósa hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna. Refsingin er ekki skilorðsbundin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×