Afréttarinn mikli 17. mars 2010 06:00 Haustið 2008 reið stærsta fjármálakreppa allra tíma yfir á Íslandi. Á sama tíma sprakk risavaxin fasteignabóla og gengi krónunnar hrundi um helming. Efnahagslegar hamfarir af þessari stærðargráðu kalla óumflýjanlega á tímabundinn samdrátt í landsframleiðslu og aukningu atvinnuleysis. Hagkerfið þarf að laga sig að nýjum raunveruleika. Nýir atvinnuvegir þurfa að vaxa upp í stað þeirra sem hrundu. Ein stærsta spurningin sem stjórnvöld standa frammi fyrir er hvernig þau geta best hjálpað þessu ferli að eiga sér stað á sem stystum tíma en jafnframt með þeim hætti að verðmætasköpun verði sem mest til lengri tíma. Núverandi stjórnvöld hafa lagt höfuðáherslu á að koma fjármálakerfi landsins aftur í gang þannig að fjármagn geti á ný flætt frá sparifjáreigendum til frumkvöðla. Í þessu sambandi er markverðast að stjórnvöld hafa í raun einkavætt tvo af stóru bönkunum þremur hraðar en nokkur hefði þorað að vona fyrstu vikurnar eftir hrun. Þetta er í grunninn markaðsvæn stefna sem byggist á því að einkageiranum sé best treystandi til þess að byggja upp atvinnuvegi sem leiðir til hámarksverðmætasköpunar til lengri tíma. Því miður hefur vantraust á markaðsöflin lengi verið landlægt í stjórnmálum á Íslandi. Og slíkt vantraust virðist vera síst minna á hægri væng stjórnmálanna en þeim vinstri. Eða hvernig samrýmist það yfirlýstri hugmyndafræði hægrimanna að kalla í sífellu eftir „stefnu stjórnvalda í atvinnumálum"? Á ekki stefna stjórnvalda í atvinnumálum einungis að vera að skapa sterkan lagaramma og leyfa síðan einkaframtakinu að sjá um atvinnusköpun? Þvert á þessa hugmyndafræði virðist lausnin í huga margra alltaf vera sú sama þegar eitthvað bjátar á: Byggjum fleiri álver! Vitaskuld væri ekkert að því að á Íslandi risu fleiri álver á eðlilegum markaðsforsendum. En þá þarf að vera tryggt að arðurinn af orkuframleiðslunni renni til þjóðarinnar og að hann sé nægilega mikill til þess að vega upp þau umhverfisspjöll sem hljótast af. Hingað til hefur þetta alls ekki verið tryggt. Stjórnvöld hafa haldið orkuverði til stóriðju leyndu og því hefur verið engin leið fyrir kjósendur að mynda sér upplýsta skoðun á skynsemi stóriðjuframkvæmda. Við þessar aðstæður er hættan sú að óþol stjórnmálamanna gagnvart tímabundnum erfiðleikum sem fylgja aðlögun hagkerfisins að nýju jafnvægi leiði til þess að þeir veiti afslátt af arðsemiskröfum svo þeir geti keyrt hagkerfið áfram af handafli. Það kann ekki góðri lukku að stýra til lengri tíma. Orkuauðlindir þjóðarinnar eru einhver mestu verðmæti sem hún á. Þær eru takmörkuð auðlind og það væri stórslys ef þær væru seldar á útsölu af skammsýnum stjórnmálamönnum sem vantreysta sköpunarmætti þjóðarinnar. Áður en ráðist er í frekari stóriðju er nauðsynlegt að stjórnvöld móti stefnu í auðlindamálum sem tryggir að arðurinn af auðlindinni renni til þjóðarinnar. Aðlögunarferlið sem hagkerfið gengur í gegnum þessi misserin er óumflýjanlega mörgum erfitt. Það er því skiljanlegt að mikillar óþreyju gæti að atvinnuleysi minnki. Varðandi stefnu stjórnvalda vegast hér á tvö sjónarmið. Stjórnvöld gætu keyrt niður atvinnuleysi hratt með því að greiða fyrir uppbyggingu stóriðju. En ef of geyst er farið í því gæti það skaðað hagkerfið til lengri tíma. Hinn kosturinn er að þau einbeiti sér að því að skapa sterka umgjörð fyrir heilbrigt viðskiptalíf og treysti markaðsöflunum og sköpunarkrafti þjóðarinnar til þess að byggja upp nýja atvinnuvegi sem hámarka verðmætasköpun til lengri tíma. Seinni kosturinn kallar á þolinmæði þar sem uppbygging nýrra atvinnuvega tekur tíma. Höfundur er lektor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Sjá meira
Haustið 2008 reið stærsta fjármálakreppa allra tíma yfir á Íslandi. Á sama tíma sprakk risavaxin fasteignabóla og gengi krónunnar hrundi um helming. Efnahagslegar hamfarir af þessari stærðargráðu kalla óumflýjanlega á tímabundinn samdrátt í landsframleiðslu og aukningu atvinnuleysis. Hagkerfið þarf að laga sig að nýjum raunveruleika. Nýir atvinnuvegir þurfa að vaxa upp í stað þeirra sem hrundu. Ein stærsta spurningin sem stjórnvöld standa frammi fyrir er hvernig þau geta best hjálpað þessu ferli að eiga sér stað á sem stystum tíma en jafnframt með þeim hætti að verðmætasköpun verði sem mest til lengri tíma. Núverandi stjórnvöld hafa lagt höfuðáherslu á að koma fjármálakerfi landsins aftur í gang þannig að fjármagn geti á ný flætt frá sparifjáreigendum til frumkvöðla. Í þessu sambandi er markverðast að stjórnvöld hafa í raun einkavætt tvo af stóru bönkunum þremur hraðar en nokkur hefði þorað að vona fyrstu vikurnar eftir hrun. Þetta er í grunninn markaðsvæn stefna sem byggist á því að einkageiranum sé best treystandi til þess að byggja upp atvinnuvegi sem leiðir til hámarksverðmætasköpunar til lengri tíma. Því miður hefur vantraust á markaðsöflin lengi verið landlægt í stjórnmálum á Íslandi. Og slíkt vantraust virðist vera síst minna á hægri væng stjórnmálanna en þeim vinstri. Eða hvernig samrýmist það yfirlýstri hugmyndafræði hægrimanna að kalla í sífellu eftir „stefnu stjórnvalda í atvinnumálum"? Á ekki stefna stjórnvalda í atvinnumálum einungis að vera að skapa sterkan lagaramma og leyfa síðan einkaframtakinu að sjá um atvinnusköpun? Þvert á þessa hugmyndafræði virðist lausnin í huga margra alltaf vera sú sama þegar eitthvað bjátar á: Byggjum fleiri álver! Vitaskuld væri ekkert að því að á Íslandi risu fleiri álver á eðlilegum markaðsforsendum. En þá þarf að vera tryggt að arðurinn af orkuframleiðslunni renni til þjóðarinnar og að hann sé nægilega mikill til þess að vega upp þau umhverfisspjöll sem hljótast af. Hingað til hefur þetta alls ekki verið tryggt. Stjórnvöld hafa haldið orkuverði til stóriðju leyndu og því hefur verið engin leið fyrir kjósendur að mynda sér upplýsta skoðun á skynsemi stóriðjuframkvæmda. Við þessar aðstæður er hættan sú að óþol stjórnmálamanna gagnvart tímabundnum erfiðleikum sem fylgja aðlögun hagkerfisins að nýju jafnvægi leiði til þess að þeir veiti afslátt af arðsemiskröfum svo þeir geti keyrt hagkerfið áfram af handafli. Það kann ekki góðri lukku að stýra til lengri tíma. Orkuauðlindir þjóðarinnar eru einhver mestu verðmæti sem hún á. Þær eru takmörkuð auðlind og það væri stórslys ef þær væru seldar á útsölu af skammsýnum stjórnmálamönnum sem vantreysta sköpunarmætti þjóðarinnar. Áður en ráðist er í frekari stóriðju er nauðsynlegt að stjórnvöld móti stefnu í auðlindamálum sem tryggir að arðurinn af auðlindinni renni til þjóðarinnar. Aðlögunarferlið sem hagkerfið gengur í gegnum þessi misserin er óumflýjanlega mörgum erfitt. Það er því skiljanlegt að mikillar óþreyju gæti að atvinnuleysi minnki. Varðandi stefnu stjórnvalda vegast hér á tvö sjónarmið. Stjórnvöld gætu keyrt niður atvinnuleysi hratt með því að greiða fyrir uppbyggingu stóriðju. En ef of geyst er farið í því gæti það skaðað hagkerfið til lengri tíma. Hinn kosturinn er að þau einbeiti sér að því að skapa sterka umgjörð fyrir heilbrigt viðskiptalíf og treysti markaðsöflunum og sköpunarkrafti þjóðarinnar til þess að byggja upp nýja atvinnuvegi sem hámarka verðmætasköpun til lengri tíma. Seinni kosturinn kallar á þolinmæði þar sem uppbygging nýrra atvinnuvega tekur tíma. Höfundur er lektor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun