
Jón Steinsson

Fullt gjald fyrir afnot fiskimiðanna
Forseti Íslands tók í júlí 2015 við undirskriftum 53.571 kosningabærs Íslendings þar sem skorað var á hann að "…vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir og úthlutar fiskveiðiauðlindinni til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni hefur ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra“.

Færeyingar bjóða upp veiðiheimildir
Í síðasta mánuði héldu Færeyingar uppboð á veiðiheimildum. Þetta var gert í tilraunaskyni. Árið 2018 munu öll núverandi veiðileyfi í Færeyjum renna út og nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi taka við. Landstjórn Færeyja vinnur nú að mótun þessa nýja kerfis. Útgangspunkturinn í þeirri vinnu er að farin verði markaðsleið við úthlutun veiðiheimilda. Uppboð á veiðiheimildum er ein af meginleiðunum sem eru til skoðunar í því sambandi og því ákváðu Færeyingar að gera tilraun með uppboð á litlum hluta (um 10%) veiðiheimilda í þremur stofnum nú í sumar.

Eitraður útgerðarauður
Ég hef lengi barist fyrir því að þjóðin fái fullt gjald fyrir afnot af fiskveiðiauðlindum sínum. Einföld og góð markaðslausn sem myndi tryggja það væri uppboð á veiðiheimildum.

Grundvallarbreyting sem má ekki verða
Sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem kveður á um að aflaheimildum í makríl verði úthlutað til sex ára.

Sæstrengur og náttúra Íslands
Íslendingar standa í dag frammi fyrir tækifæri sem gæti gjörbreytt lífskjörum í landinu. Heimsmarkaðsverð á raforku hefur snarhækkað og á sama tíma hefur orðið tæknilega fýsilegt að leggja rafmagnssæstreng frá Íslandi til Bretlands.

Flatari virðisaukaskatt
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur boðað breytingar á virðisaukaskattskerfinu sem miða að því að hækka virðisaukaskatt á matvæli og aðrar vörur sem eru í lægsta skattþrepinu og lækka á móti hæsta skattþrepið. Bjarni talar einnig um að breikka skattstofninn – væntanlega með því að draga úr undanþágum – og einfalda kerfið.

Kvótakerfi = gjafakvóti?
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli að setja makríl inn í kvótakerfið. Með því verður makrílkvóti framseljanlegur og gríðarlega verðmætur.

Veiðigjaldið er lang- hagkvæmasta tekjulindin
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um lækkun veiðigjaldsins á komandi fiskveiðiári. Samkvæmt frumvarpinu verður veiðigjaldið 9,8 ma.kr en núverandi lög gera ráð fyrir veiðigjaldi upp á 13,8 ma.kr á komandi fiskveiðiári.

Ríkari en Norðmenn?
Hugarfar margra á Íslandi fram á síðustu ár hefur verið að ágóðinn af nýtingu orkuauðlinda þjóðarinnar sé að mestu fólginn í þeim störfum sem skapast við byggingu virkjana og álvera. Þetta er afskaplega kostnaðarsamur misskilningur. Þessi hugsunarháttur er eins og ef Norðmenn seldu olíuna á kostnaðarverði einungis til þess að fá að byggja olíuborpallana. Ef sá hugsunarháttur væri ríkjandi í Noregi væru Norðmenn mun fátækari en þeir eru í dag.

Veit forsætisráðherra ekki betur?
Þorbjörn Þórðarson fréttamaður spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra út í veiðigjaldið í Íslandi í dag á dögunum. Sigmundur Davíð svaraði á þessa leið: "Eins og kemur fram í stjórnarsáttmála þá verður áframhaldandi gjaldtaka en munurinn verður sá að gjaldtakan verður til þess fallin að halda litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum gangandi.“

Friðriki svarað
Það er ekki tekið út með sældinni að hrósa þessari ríkisstjórn. Eftir að grein mín "Nýtur ríkisstjórnin sannmælis“ birtist í Fréttablaðinu 6. september síðastliðinn birtust áköf andsvör eftir alþingismenn og fyrrverandi alþingismenn dag eftir dag eftir dag. Fæst í þessum greinum er þess eðlis að það kalli á svör frá mér. Fólk hefur mismunandi skoðanir eins og gengur. Ég vil þó aðeins svara Friðriki Sophussyni sem skrifaði grein í Fréttablaðið 12. september gegn minni grein.

Nýtur ríkisstjórnin sannmælis?
Núverandi ríkisstjórn er með eindæmum óvinsæl um þessar mundir. Nýjustu kannanir mæla stuðning við stjórnina upp á aðeins 34%. Þetta er einkennilegt í ljósi þess hversu vel hefur gengið að koma hagkerfinu aftur á rétta braut eftir hrunið og einnig í ljósi þess hversu mörgum stórum og mikilvægum málum ríkisstjórninni hefur tekist að koma í gegn á skömmum tíma.

Viðbrögð við verðbólgu
Lífleg umræða hefur spunnist undanfarna daga um þá stöðu sem komin er upp varðandi verðbólgu á Íslandi í dag. Verðbólga mælist nú 6,4% og hefur hækkað um 4,5 prósentur frá því í byrjun árs 2011.

Seðlabankinn þarf að hækka vexti
Verðbólga mælist nú 6,4%. Hún hefur hækkað úr tæpum 2% frá því í byrjun árs 2011. Verðbólguvæntingar sem lesa má út úr ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa eru um 5,5% og hafa ekki verið hærri síðan í lok árs 2008.

Höfum við ekkert lært?
Á Íslandi hefur lítil sem engin virðing verið borin fyrir menntun eða reynslu í fjármálum eða viðskiptum þegar kemur að úthlutun lykilstarfa hjá ríkinu.

Þegar á hólminn var komið
Helgina 4.-5. október 2008 stóðu Geir Haarde og samstarfsfólk hans í ríkisstjórn frammi fyrir einhverjum veigamestu ákvörðunum sem íslenskir stjórnmálamenn hafa staðið frammi fyrir frá stofnun lýðveldis á Íslandi.


Fjórir kostir í gjaldeyrismálum
Stjórnvöld virðast telja að við Íslendingar eigum einungis tvo kosti í gjaldeyrismálum: Krónu á bak við gjaldeyrishöft eða evru eftir inngöngu í ESB. Ég er ekki að öllu leyti sammála þessu. Ég tel að við eigum fjóra kosti í gjaldeyrismálum.

Sammála Hreyfingunni
Stjórnvöld hafa nýverið kynnt áform um breytingar á gjaldþrotalögum fyrir einstaklinga. Áformin kveða á um að kröfur fyrnist að tveimur árum liðnum. Þetta er mikilvægt skref í rétta átt sem stjórnvöld hefðu átt að stíga strax haustið 2008. En betra seint en aldrei.

Varanlegur eignarréttur yfir auðlindum
Í umræðunni um úthlutun veiðiheimilda á Íslandi er því iðulega haldið fram að besta leiðin til þess að ná fram hagkvæmni í sjávarútvegi sé að ríkið úthluti varanlegum eignarrétti yfir aflahlutdeildum og leggi síðan enga frekari skatta á afnot af aflahlutdeildum umfram þá skatta sem öll fyrirtæki greiða. Varanlegur eignarréttur án sérstakra skatta er sagður tryggja að handhafar aflahlutdeilda hafi rétta hvata til fjárfestingar og verðmætasköpunar og að þeir fari vel með aflahlutdeildirnar. Þessi rök eru oft notuð gegn hugmyndum um auðlindagjöld í sjávarútvegi og einnig hugmyndum um fyrningu aflahlutdeilda og endurúthlutun með uppboði til 20 ára.

Hvaða skatta á að hækka?
Nýlegar tölur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) benda til þess að fjárlagahalli ársins í ár verði um 150 ma.kr eða 9,4% af VLF. Slíkt stenst augljóslega ekki til lengdar. Sameiginleg áætlun stjórnvalda og AGS gerir ráð fyrir því að fjárlagahallinn minnki um rúma 70 ma.kr eða um 4,5%

Afréttarinn mikli
Haustið 2008 reið stærsta fjármálakreppa allra tíma yfir á Íslandi. Á sama tíma sprakk risavaxin fasteignabóla og gengi krónunnar hrundi um helming. Efnahagslegar hamfarir af þessari stærðargráðu kalla óumflýjanlega á tímabundinn samdrátt í landsframleiðslu og aukningu atvinnuleysis.

Íslenska krónan: Er sveigjanleikinn of dýru verði keyptur?
Í þeirri miklu fjármálakreppu sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu misseri upplifði ekkert ríki hrun sem var neitt í líkingu við það sem við Íslendingar upplifðum. Á ýmsa mælikvarða er hrun bankakerfisins Íslandi árið 2008 langstærsta fjármálakreppa allra tíma hvar sem er í heiminum.

Hvatt til meðalmennsku við Háskóla Íslands
Jón Steinsson skrifar um Háskóla Íslands Fyrir hartnær fimm árum var Kristín Ingólfsdóttir kosin rektor Háskóla Íslands. Strax frá upphafi setti hún markið hátt með því að stefna að því að gera Háskólann að einum af 100 bestu háskólum í heimi. Stefna Háskóla Íslands 2006-2011 bar þessa metnaðar skýrt merki.

Er fjölþrepaskattkerfi okkur ofviða?
Nú liggur fyrir Alþingi stjórnarfrumvarp um breytingar á skattkerfinu. Um er að ræða einhverjar mestu breytingar á skattkerfinu í áraraðir. Í raun má segja að þetta frumvarp feli í sér algjör straumhvörf hvað varðar þróun skattkerfisins. Skattastefna stjórnvalda síðustu tvo áratugi hefur í stórum dráttum gengið út á það að auka hlut lág- og millitekjufólks í

Leynisamningar Landsvirkjunar
Á undanförnum árum hafa Landsvirkjun og önnur opinber orkufyrirtæki gert stóra orkusölusamninga til mjög langs tíma við erlend iðnfyrirtæki sem reist hafa álbræðslur hér á landi. Þrátt fyrir að hér sé um eitt mesta hagsmunamál þjóðarinnar að ræða hafa stjórnvöld til þessa komist upp með að upplýsa ekki um verðið sem álbræðslurnar greiða fyrir orkuna.

Almenn almælt tíðindi eða grundvöllur vanhæfis?
Fyrir nokkru barst rannsóknarnefnd Alþingis umkvörtun frá Jónasi Fr. Jónssyni, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, vegna ummæla sem höfð voru eftir Sigríði Benediktsdóttur í skólablaði Yale-háskóla í samræðu við eigin nemanda. Haft er eftir Sigríði að hrunið hafi verið „afleiðing óhæfilegrar græðgi margra“ og að þær stofnanir sem áttu að setja reglur um starfsemi fjármálafyrirtækja og tryggja stöðugleika fjármálakerfisins hafi sýnt af sér „andvaraleysi“.
Hringamyndun: Vandinn og lausnin
Viðskiptasamsteypur - Jón Steinsson hagfræðingur Ég má til að taka undir það mat ritstjóra Morgunblaðsins að löggjöf um hringamyndun muni leiða til mikilla deilna í þjóðfélaginu, a.m.k. ef löggjöfin er þess eðlis að líklegt verði að hún nái markmiðum sínum.