Innlent

Sjálfstæðismenn gengu út af nefndarfundi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gengu út af fundi þingmannanefndar Atla Gíslasonar sem haldinn var í morgun, samkvæmt heimildum Vísis.

Sjálfstæðismenn leggjast gegn því að þingmannanefnd Atla Gíslasonar leggi fram tillögu að saksóknara Alþingis við þingið. Samkvæmt heimildum Vísis er ástæðan sú að sjálfstæðismenn telja nefndina ekki hafa umboð til að starfa samkvæmt lögum sem sett voru um starf nefndarinnar.

Þeir sjálfstæðismenn sem Vísir hefur rætt við telja að ef nefndin hefði átt að leggja fram tillögur að saksóknara hefði sú tillaga þurft að koma fram í þingsályktunartillögu sem samþykkt hefði verið á sama tíma og ákæran gegn Geir eða að nafn saksóknarans hefði komið fram í þeirri tillögu.

Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, var ekki viðstaddur fundinn í morgun en hann er í leyfi frá þingstörfum.

Til stóð að kosning saksóknara færi fram í dag en því hefur verið frestað fram á þriðjudag, eftir því sem Vísir kemst næst.




Tengdar fréttir

Sigríður og Helgi Magnús verða saksóknarar

Sigríður J. Friðjónsdóttir verður tilnefnd sem saksóknari Alþingis og Helgi Magnús Gunnarsson verður tilnefndur sem varasaksóknari í málinu gegn Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra, samkvæmt heimildum fréttastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×