Fótbolti

Zlatan Ibrahimovic ætlar sér að enda ferillinn í Bandaríkjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. Mynd/AP
Zlatan Ibrahimovic, framherji AC Milan og sænska landsliðsins, segist ætla enda atvinnumannaferil sinn með því að spila síðustu árin í Bandaríkjunum. AC Milan verður því að hans mati síðasta félagið sem hann spilar með í Evrópu.

„Ég vil spila síðustu árin á notalegum stað áður en ég legg skónna á hilluna. Ég sé fyrir mér að þetta sé síðasti sammningur minn við evrópskt félag og eftir það þá stefni ég á það að spila eitt til tvö ár í Bandaríkjunum," sagði Zlatan Ibrahimovic.

Núverandi samningur Ibrahimovic og AC Milan rennur út 2014 en hann verður þá orðinn 33 ára gamall. Zlatan segir að hann hafi ekki áhuga á því að þjálfa en hann ætli þó að leyfa sér að skipta um skoðun seinna meir.

„Ég hef ekki áhuga á því að verða þjálfari eins og er en margir leikmenn hafa sagt það en skipt svo um skoðun. Fótbolti mun alltaf höfða til mín en það er ekki það eina sem ég hef áhuga á," sagði Ibrahimovic.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×