Innlent

Skólastjóri Hraðbrautar ver sig á Youtube

Boði Logason skrifar
Skjáskot úr myndbandinu
Skjáskot úr myndbandinu

„Ef vel tekst til, að þeirra mati sem standa að aðförinni, verður skólinn lagður niður innan tíðar," segir Ólafur H. Johnson, skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar, sem nú hefur birt níu myndbönd á vefnum Youtube.

„Heiftarleg pólitísk atlaga er nú gerð að skólanum og mér persónulega, ástæðan er sú að Menntaskólinn Hraðbraut er einkarekinn en það rekstrarform fer mjög fyrri brjóstið á núverandi menntamálayfirvöldum," segir Ólafur í ávarpi á síðunni.

Hann segir skýrslu menntamálanefndar Alþingis um Hraðbraut einkennast af því að niðurstaðan hafi verið ákveðin fyrir fram. Málsvörn Ólafs lýtur meðal annars að því að ekkert hinna umdeildu mála sem nefnd hafa verið í sambandi við skólann gefi tilefni til að þjónustusamningi sé sagt upp.

Hægt er að sjá myndböndin á Youtube með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×