Innlent

Snælduvitlaust veður á Austurlandi - björgunarsveitir í biðstöðu

Mikill snjór er á Eskifirði eins og sést á þessari mynd sem var tekin þar fyrir stundu
Mikill snjór er á Eskifirði eins og sést á þessari mynd sem var tekin þar fyrir stundu Mynd: Emma Björk Hjálmarsdóttir
Björgunarsveitir á Austurlandi hafa frá því í klukkan fimm í morgun sinnt fjölda aðstoðarbeiðna og veður þar er að sögn heimamanna ennþá „snælduvitlaust". Á þessari stundu er hlé á aðgerðum en björgunarsveitir bíða í húsi og búast við nýrri törn síðar í dag þegar vaktaskipti verða í álveri Alcoa á Reyðarfirði og fólk þarf að komast til síns heima á fjörðunum.



Mynd: Jón Guðmundsson
Auk útkalla í Þorlákshöfn og Árborg sem urðu rétt fyrir hádegi hafa á síðasta tímanum björgunarsveitir í Borgarfirði eystra, Garði, Sandgerði, Mosfellsbæ og Kjalarnesi verið kallaðar út. Í flestum tilvikum er um fok á þakplötum eða að þök eru að losna af húsum.

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu eru í viðbragðsstöðu í húsum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×