Græn gjaldalækkun Ólafur Stephensen skrifar 15. september 2010 06:00 Fréttablaðið sagði frá því í gær að fyrirtækið Metanorka, dótturfélag Íslenzka gámafélagsins, vildi kaupa metangas sem unnið er á sorphaugunum í Álfsnesi. Metanorka vill keppa á smásölumarkaði við N1, sem til þessa hefur verið eini seljandi þessa orkugjafa á landinu. Metan hf., sem markaðssetur gasið frá Sorpu, hefur fallizt á beiðnina og mun selja þeim sem vilja gasið þegar heildsöluverð hefur verið reiknað út. Þetta eru væntanlega góðar fréttir fyrir þá, sem hafa áhuga á að lækka rekstrarkostnað bifreiða sinna og stuðla að umhverfisvernd með því að nota metangas. Talið er að metangas sem fellur til í Álfsnesi gæti dugað til að knýja 3.500-4.000 meðalstóra fólksbíla, en aðeins nokkrir tugir slíkra bíla eru nú til á Íslandi og aðeins um tíundi hluti gassins nýttur. Metangas væri reyndar hægt að vinna víðar á landinu og úr fleiru en sorpi. Ein orsök þess að fólk sér ekki ástæðu til að fá sér metanbíl, þrátt fyrir að hann sé bæði ódýrari í rekstri en benzínbíll og miklu vistvænni, er að enn sem komið er eru aðeins tvær metanstöðvar á landinu, önnur í Reykjavík og hin í Hafnarfirði. Samkeppni í smásölu á eldsneytinu er að sjálfsögðu til þess fallin að fjölga útsölustöðunum og bæta þjónustuna við metanbílaeigendur. Metanbílarnir eru mun ódýrari í rekstri en benzínbílar, en hins vegar dýrari í innkaupum. Ríkið hefur brugðizt við með því að fella niður vörugjöld af metanbílum sem fluttir eru inn, sem ætti að hvetja fólk til að velja sér slíka bíla. Hvatinn fyrir fólk að láta breyta benzínbíl í metanbíl er hins vegar minni. Slík breyting kostar yfir 400 þúsund krónur. Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Metanorku, hefur bent á að nærtækt væri að bíleigendur, sem láta breyta bílnum sínum í metanbíl, fengju endurgreiðslu á vörugjöldunum. Vörugjöld eru endurgreidd af bílum sem eru fluttir úr landi og áætlað að meðalendurgreiðslan nemi um 350 þúsund krónum. Slík endurgreiðsla myndi því mæta kostnaðinum við að breyta bíl að stórum hluta og stuðlaði áreiðanlega að því að fjölga metanbílunum. Það er að sjálfsögðu alveg fráleit sóun að nýta ekki innlent eldsneyti sem gæti dugað þúsundum bíla. Ef það væri nýtt, myndi það draga umtalsvert úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá bílaflotanum. Núverandi ríkisstjórn gefur sig út fyrir að vilja vernda umhverfið og annar stjórnarflokkurinn kennir sig við græna litinn. Samt hefur furðulítið verið gert til að hvetja fólk til að nýta vistvænan ferðamáta, annað en að hækka skatta á hefðbundið eldsneyti alveg gríðarlega. Til þess að fólk eigi möguleika á að nýta sér aðra kosti þarf að gera þá aðgengilegri með því að lækka eða fella niður opinber gjöld. Gjaldalækkun hlýtur að vera til í orðabók stjórnvalda, að minnsta kosti ef hún stuðlar að vernd umhverfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun
Fréttablaðið sagði frá því í gær að fyrirtækið Metanorka, dótturfélag Íslenzka gámafélagsins, vildi kaupa metangas sem unnið er á sorphaugunum í Álfsnesi. Metanorka vill keppa á smásölumarkaði við N1, sem til þessa hefur verið eini seljandi þessa orkugjafa á landinu. Metan hf., sem markaðssetur gasið frá Sorpu, hefur fallizt á beiðnina og mun selja þeim sem vilja gasið þegar heildsöluverð hefur verið reiknað út. Þetta eru væntanlega góðar fréttir fyrir þá, sem hafa áhuga á að lækka rekstrarkostnað bifreiða sinna og stuðla að umhverfisvernd með því að nota metangas. Talið er að metangas sem fellur til í Álfsnesi gæti dugað til að knýja 3.500-4.000 meðalstóra fólksbíla, en aðeins nokkrir tugir slíkra bíla eru nú til á Íslandi og aðeins um tíundi hluti gassins nýttur. Metangas væri reyndar hægt að vinna víðar á landinu og úr fleiru en sorpi. Ein orsök þess að fólk sér ekki ástæðu til að fá sér metanbíl, þrátt fyrir að hann sé bæði ódýrari í rekstri en benzínbíll og miklu vistvænni, er að enn sem komið er eru aðeins tvær metanstöðvar á landinu, önnur í Reykjavík og hin í Hafnarfirði. Samkeppni í smásölu á eldsneytinu er að sjálfsögðu til þess fallin að fjölga útsölustöðunum og bæta þjónustuna við metanbílaeigendur. Metanbílarnir eru mun ódýrari í rekstri en benzínbílar, en hins vegar dýrari í innkaupum. Ríkið hefur brugðizt við með því að fella niður vörugjöld af metanbílum sem fluttir eru inn, sem ætti að hvetja fólk til að velja sér slíka bíla. Hvatinn fyrir fólk að láta breyta benzínbíl í metanbíl er hins vegar minni. Slík breyting kostar yfir 400 þúsund krónur. Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Metanorku, hefur bent á að nærtækt væri að bíleigendur, sem láta breyta bílnum sínum í metanbíl, fengju endurgreiðslu á vörugjöldunum. Vörugjöld eru endurgreidd af bílum sem eru fluttir úr landi og áætlað að meðalendurgreiðslan nemi um 350 þúsund krónum. Slík endurgreiðsla myndi því mæta kostnaðinum við að breyta bíl að stórum hluta og stuðlaði áreiðanlega að því að fjölga metanbílunum. Það er að sjálfsögðu alveg fráleit sóun að nýta ekki innlent eldsneyti sem gæti dugað þúsundum bíla. Ef það væri nýtt, myndi það draga umtalsvert úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá bílaflotanum. Núverandi ríkisstjórn gefur sig út fyrir að vilja vernda umhverfið og annar stjórnarflokkurinn kennir sig við græna litinn. Samt hefur furðulítið verið gert til að hvetja fólk til að nýta vistvænan ferðamáta, annað en að hækka skatta á hefðbundið eldsneyti alveg gríðarlega. Til þess að fólk eigi möguleika á að nýta sér aðra kosti þarf að gera þá aðgengilegri með því að lækka eða fella niður opinber gjöld. Gjaldalækkun hlýtur að vera til í orðabók stjórnvalda, að minnsta kosti ef hún stuðlar að vernd umhverfisins.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun