Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur Valur Grettisson skrifar 5. nóvember 2010 13:41 William Hahne. „Ég hef aldrei hent neinu í neinn," segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, í samtali við Vísi. Hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. William segir að glasið hafi óvænt runnið úr höndunum á sér þegar hann ætlaði að skvetta vatni á barþjóninn með þeim afleiðingum að glasið fór í öxlina á honum. Aðspurður hversvegna hann hafi ætlað að skvetta vatni á barþjóninn svarar William því til að barþjónninn hafi hent greiðslukortinu hans í sig. „Hann taldi mig vera hrokafullann," segir William sem viðurkennir að hann hafi hagað sér á frekar hrokafullann hátt. „Ég henti bara kortinu á barborðið og það fór í barþjóninn, þá kastaði hann því aftur í mig," segir William sem vill ekki kannast við að hafa látið rasísk ummæli falla um barþjóninn. „Ég er hissa á því að maðurinn gerði þetta," segir William en aðspurður hvort það hlyti ekki meira að hafa gengið á í samskiptum þeirra á milli svarar William að það eina sem honum detti í hug sé að hann hafi hugsanlega verið frekar hrokafullur. Eftir uppákomuna var William fylgt út af barnum. Þar segist William hafa beðið afsökunar á framferði sínu og fullyrðir að hann hafi einnig fengið afsökunarbeiðni vegna viðbragða barþjónsins. Í Fréttablaðinu í dag er fullyrt að Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafi verið svo miður sín yfir uppákomunni að fulltrúi hennar hafi, með hjálp starfsmanna Alþingis, komið sér í samband við barþjóninn og óskað eftir því að fá að hitta hann áður en hópurinn fór af landi brott síðdegis í gær svo ungliðinn gæti beðist afsökunar á framferði sínu. Þegar haft var samband við Kormák Geirharðsson, eiganda Ölstofunnar, og frásögn Williams borin undir hann sagðist hann standa við frásögn barþjónsins auk þess sem hann var búinn að skoða upptöku af atvikinu. Þar sagði hann dólgslega hegðun Williams ekki fara á milli mála. Ekki er unnt að fá afrit af upptökunni. Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
„Ég hef aldrei hent neinu í neinn," segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, í samtali við Vísi. Hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. William segir að glasið hafi óvænt runnið úr höndunum á sér þegar hann ætlaði að skvetta vatni á barþjóninn með þeim afleiðingum að glasið fór í öxlina á honum. Aðspurður hversvegna hann hafi ætlað að skvetta vatni á barþjóninn svarar William því til að barþjónninn hafi hent greiðslukortinu hans í sig. „Hann taldi mig vera hrokafullann," segir William sem viðurkennir að hann hafi hagað sér á frekar hrokafullann hátt. „Ég henti bara kortinu á barborðið og það fór í barþjóninn, þá kastaði hann því aftur í mig," segir William sem vill ekki kannast við að hafa látið rasísk ummæli falla um barþjóninn. „Ég er hissa á því að maðurinn gerði þetta," segir William en aðspurður hvort það hlyti ekki meira að hafa gengið á í samskiptum þeirra á milli svarar William að það eina sem honum detti í hug sé að hann hafi hugsanlega verið frekar hrokafullur. Eftir uppákomuna var William fylgt út af barnum. Þar segist William hafa beðið afsökunar á framferði sínu og fullyrðir að hann hafi einnig fengið afsökunarbeiðni vegna viðbragða barþjónsins. Í Fréttablaðinu í dag er fullyrt að Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafi verið svo miður sín yfir uppákomunni að fulltrúi hennar hafi, með hjálp starfsmanna Alþingis, komið sér í samband við barþjóninn og óskað eftir því að fá að hitta hann áður en hópurinn fór af landi brott síðdegis í gær svo ungliðinn gæti beðist afsökunar á framferði sínu. Þegar haft var samband við Kormák Geirharðsson, eiganda Ölstofunnar, og frásögn Williams borin undir hann sagðist hann standa við frásögn barþjónsins auk þess sem hann var búinn að skoða upptöku af atvikinu. Þar sagði hann dólgslega hegðun Williams ekki fara á milli mála. Ekki er unnt að fá afrit af upptökunni.
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira