Handbolti

Rúnar: Erfitt að spila lélegri handboltaleik en þetta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rúnar reynir að ráðleggja sínum mönnum í kvöld.
Rúnar reynir að ráðleggja sínum mönnum í kvöld. Mynd/Anton

Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, var ekkert sérstaklega kátur með frammistöðu sinna manna í kvöld enda gat Akureyrarliðið nákvæmlega ekki neitt í leiknum.

Blaðamaður Vísis spurði Rúnar fyrst að því hvað þeir hefðu eiginlega verið að gera í kvöld?

„Þessi spurning á fullkomlega rétt á sér. Ég hélt að myndum mæta með stærra hjarta en við sýndum í þessum leik. Þetta var algjörlega fyrir neðan allar hellur. Það gengur ekki að mæta í handboltaleik án þess að vera til í að leggja sig fram," sagði Rúnar svekktur.

„Ef karakterinn er ekki til staðar þá fer þetta svona. Menn þurfa að hafa hjartað á réttum stað í þessum handbolta. Það er ekki nóg að vera góður í kjaftinum. Menn þurfa líka að vera góðir á vellinum," sagði Rúnar.

„Þetta er klárlega lélegasti leikur okkar í vetur. Það er hreinlega erfitt að spila lélegri handboltaleik en þetta. Þetta var mjög mikilvægur leikur og ef við svörum ekki fyrir okkur næst þá föllum við neðar. Þetta er afar svekkjandi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×