Innlent

Eigendur Glitnis skulduðu 170 milljarða í bankanum - Davíð fékk sjokk

Davíð Oddssyni var verulega brugðið þegar í ljós kom að eigendur bankans skyulduðu 170milljarða í honum.
Davíð Oddssyni var verulega brugðið þegar í ljós kom að eigendur bankans skyulduðu 170milljarða í honum.

Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar um yfirtöku Seðlabankans á Glitni þá skorti Seðlabankann yfirsýn yfir stöðu bankans. Meðal annars segir að að Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, hafi fengið „sjokk þegar komið hefði í ljós að eigendur bankans skulduðu 170 milljarða, en hjá Seðlabankanum hefðu menn ekki haft þær upplýsingar, segir í skýrslunni.

Þá segir orðrétt: „Þegar þess er gætt hvaða upplýsingar voru til staðar í Seðlabanka Íslands.

þegar bankinn fjallaði um erindi Glitnis samkvæmt því sem lagt hefur verið

fyrir rannsóknarnefndina, um rekstur, fjármögnun, útlánasafn og tengsl

(smithættu) lána og veðsetninga milli íslensku bankanna og annarra aðila sem

gátu haft verulega þýðingu um framtíðarstöðu íslenska fjármálakerfisins, telur

rannsóknarnefndin ljóst að töluvert hafi skort á yfirsýn yfir stöðu Glitnis."

Tveimur dögum eftir að seðlabankinn tók yfir Glitni barst bankanum yfirlit úr lánabók Glitnis yfir 30 stærstu skuldarana. Þar kom í ljós að eigendurnir skulduðu 170 milljarða. Kvaðst Davíð Oddsson þá hafa orðið fyrir

„sjokki".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×